Cover art for podcast Hlaðvarp Kjarnans

Hlaðvarp Kjarnans

500 EpisodesProduced by Kjarninn Miðlar ehf.Website

Í hlaðvarpi Kjarnans má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.

episodes iconAll Episodes

Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Leið inn í heim iðandi ofurlífveru“

October 26th, 2021

1:29:15

Í þessum þætti er rætt við Sigurjón Baldur Hafsteinsson, mannfræðing og safnafræðing um rannsókn hans á sjónvarpstöð frumbyggja í Kanada, pælingar varðandi dauða og sorg, og um undralífheima torfhúsa.
Sigurjón Baldur …

Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig

October 26th, 2021

46:49

Hvað eiga gamla höfnin í Reykjavík, kombucha, súrdeig og örverur sameiginlegt? Jú, þetta eru allt viðfangsefni sama þjóðfræðingsins.

Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Áka Guðna Karlsson doktorsnema í þjóðfræði og …

Samtal við samfélagið – Staða ungs fólks á Íslandi

October 25th, 2021

57:18

Gestur vikunnar er Ársæll Már Arnarson, prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Ársæll hefur stundað rannsóknir á ungu fólki, meðal annars varðandi heilsu þeirra og …

Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel símar

October 23rd, 2021

1:28:55

Apple og Google héldu bæði kynningu í vikunni og það er hátíð hjá okkur! Apple kynnti nýja liti fyrir Homepod mini, þannig að hann virðist vera að seljast eitthvað. Airpods 3 ný, endurhönnuð og með Spatial Audio á sama …

Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn

October 22nd, 2021

44:48

Hann var sjógun, en langaði mun frekar til að vera skáld.
Einungis tólf ára að aldri var Sanetomo gerður að sjógun, æðsta stríðsmanni í landinu. Þrátt fyrir þennan skjóta frama átti hinn ungi maður aldrei eftir að hafa …

Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?

October 20th, 2021

1:01:10

Í þætti vikunnar fengum við í viðtal til okkar þau Dr. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og Snæfríði Grímsdóttur aðjúnkt í kínverskum fræðum.

Baldur og Snæ­fríður unnu að ítar­legri rann­sókn um sam­skipti …

Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls

October 19th, 2021

42:17

Á ári hverju úthlutar Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkjum til spennandi verkefna. Síðasta sumar styrkti sjóðurinn hvorki fleiri né færri en 13 nemendur við námsbraut í þjóðfræði og safnafræði til að vinna að …

Samtal við samfélagið – Hvernig stöndum við vörð um lýðræðið?

October 18th, 2021

1:12:30

Gestur vikunnar er Kristinn Már Ársælsson en hann lauk nýlega doktorsprófi í félagsfræði frá Háskólanum í Wisconsin, Madison. Kristinn lauk BA-námi í heimspeki frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í félagsfræði frá sama …

Tæknivarpið – Snjallheimilið, ljósaperur, ofnarofar og ryksugur

October 15th, 2021

1:23:43

Eru snjallperur besta inngangan í snjallheimilið? Eða eru það snjallofnarofar? Hvað eru tur- og returofnar? Er eitthvað varið í ryksuguvélmenni? Eiga allir í Tæknivarpinu Dyson ryksugu? Hver er réttur fjöldi Dyson …

Saga Japans – 43. þáttur: Nunnusjóguninn III

October 14th, 2021

37:52

Eftir langt hlé höldum við áfram með ævisögu Hojo Masako. Samfélag Kamakura tímans ætlaðist ekki til þess að eldri konur eða konur almennt væru virkir þátttakendur í stjórnmálum samtímans, en Masako átti til að gera …

Í austurvegi – Hvað er kínverska?

October 13th, 2021

24:22

Kínversk tungumál eru fjölmörg. Hver staður í Kína á sína eigin tegund af kínversku máli og sumstaðar er munurinn svo mikill að kínverskt fólk á jafnvel í erfiðleikum með að tjá sig á ferðalagi um eigið heimaland. Það …

Raddir margbreytileikans – „Þetta á eftir að gerast, ég vil vera þarna þegar þetta gerist“

October 12th, 2021

1:21:02

Í þessum þætti er rætt við Árdísi Kristínu Ingvarsdóttur sem skilgreinir sig sem félagsfræðing með mannfræðilegan bakgrunn. Árdís segir frá lífi sínu, hvað leiddi til þess að hún ákvað að hefja mannfræðinám og áföllum …

Þjóðhættir – Gagnagrunnar, þjóðfræði og framtíðin

October 12th, 2021

41:06

Undanfarna áratugi hafa orðið gífurlegar breytingar á aðgengi upplýsinga og gagna af ýmsu tagi. Bylting hefur orðið með internetinu en nú má nálgast ýmis gagnasöfn á stafrænu formi, meðal annars safngögn sem tengjast …

Samtal við samfélagið – Félagsfræði, heimspeki og samanburður ólíkra menningarheima

October 11th, 2021

59:23

Jóhann Páll Árnason hefur lengi verið einn fremsti félagsfræðingur Íslendinga, en hann er nú Prófessor Emeritus við La Trobe háskóla í Melbourne í Ástralíu, þar sem hann kenndi frá árinu 1975 til 2003. Þar á undan …

Tæknivarpið – Facebook með allt niðrum sig

October 8th, 2021

1:18:08

Nýtt af íslensku sjónvarpi: Ófærð fer af stað 17. okt og Stella Blomkvist heillar Gulla. Reykjavík er stútfull af erlendum rafíþróttamönnum og Cloud9 …

Völundarhús utanríkismála – Þáttur 6: Tækifæri og áskoranir við mótun framtíðarutanríkisstefnu

October 7th, 2021

1:06:52

Hvernig tryggir Ísland best fram­tíð­ar­hag­muni sína í alþjóða­sam­fé­lag­inu er umfjöll­un­ar­efnið í loka­þætti Völ­und­ar­húss utan­rík­is­mála Íslands.
Í þættinum ræðir Baldur við þau Höllu Hrund Logadóttur …

Í austurvegi – Ættleiðingar, námsdvöl í Ningbo og jarðfræði Kína

October 6th, 2021

57:45

Í þætti vikunnar er rætt við Brynhildi Magnúsdóttur, jarð- og Kínafræðing. Brynhildur tengdist Kína fyrst í gegnum ættleiðingu á syni sínum og er í þættinum farið yfir allt það flókna ferli. Einnig ræddum við um …

Þjóðhættir – „Að fanga þig og tímann“

October 5th, 2021

46:42

Ljósmyndir segja oft áhugaverða sögu. Þær eru ákveðinn spegill á samtímann og með tímanum verða þær mikilvægar heimildir um sögu og menningu en líka …

Samtal við samfélagið – Hverjir geta valið mismunandi kosti innan íslenska menntakerfisins?

October 4th, 2021

57:36

Í hlaðvarpi dagsins spjallar Sigrún við Auði Magndísi Auðardóttur en hún lauk doktorsprófi í menntavísindum í júní 2021, en ein af hennar megináherslum var félagsfræði menntunnar. Ritgerð Auðar bar heitið Val(þröng) – …

Tæknivarpið – Framtíð rafíþrótta og Amazon Echo fyrir börn

October 2nd, 2021

1:30:07

Krónan er komin með nýjan tæknifídus í appið sitt: Skannað og skundað. Svarmi ætlar að nýta sér Strætó til að hlaða dróna til að taka fullt af …

Samtal við samfélagið – Hennar rödd: Heilsa kvenna af erlendum uppruna

October 1st, 2021

57:04

Á morgun fer fram ráðstefna á vegum félagasamtakanna Hennar Rödd þar sem sjónum verður beint að heilsu kvenna af erlendum uppruna. Markmið samtakanna er að auka vitundarvakningu meðal almennings á stöðu kvenna af …

Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 5: Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?

September 30th, 2021

1:23:05

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Snæfríður Grímsdóttir aðjúnkt í kínverskum fræðum unnu að ítarlegri rannsókn um samskipti Íslands og Kína á árunum 1995-2021.

Baldur og Snæfríður …

Saga Japans – 42. þáttur: Bjallan í Mugen

September 30th, 2021

59:47

Í þessum þætti kynnumst við samúræjanum Kajiwara Kagetoki og syni hans Kagesue. Þeir eru aukapersónur, en dyggir stuðningsmenn Minamoto-ættarinnar og hafa birst í ýmsum leikritum og þjóðsögum.

Með því að renna yfir ævi …

Í austurvegi – Uppgangur mongólska heimsveldisins og framrás á tímum Yuan-keisaraveldisins

September 29th, 2021

28:39

Yuan-keisaraveldið 元朝 var hluti af hinu gríðarmikla mongólska heimsveldi. Kublai Khan, barnabarn Genghis Khan, stofnaði Yuan-keisaraveldið og setti höfuðborg hins nýja ríkis þar sem nú er Peking og kallaði hana …

Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“

September 28th, 2021

1:13:00

Í þessum þætti er rætt við mannfræðinginn Gísla Pálsson um Mannöldina og aldauðann, útrýmingu lífvera og fótspor og fingraför mannsins á plánetuna sem hann byggir ásamt ört hverfandi lífverum, þar á meðal geirfuglinum …

Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi

September 27th, 2021

43:56

Jazztónlist nam land hér á landi á 3. áratug síðustu aldar. Ekki voru allir á einu máli um ágæti þessarar nýju tónlistar og þeirra danshreyfinga sem henni fylgdu. Margir stungu niður penna til að vara við …

Tæknivarpið – Eitt hleðslutæki fyrir alla síma

September 24th, 2021

53:49

Gulli vinnur veðmál við Sverri, Kristján lærir muninn á þeir og þeim. Mosi fræðir okkur um GPS kattaól og Elmar kynnir okkur fyrir vel peppaðri …

Völundarhús utanríkismála Íslands: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?

September 23rd, 2021

1:26:52

Í fjórða hlaðvarpsþætti Völundarhúss utanríkismála ræðir Baldur Þórhallsson, þáttastjórnandi, við Kristrúnu Heimisdóttur lektor í lögfræði og Gylfa Zoega prófessor í hagfræði við Háskóla um Evrópustefnu íslenskra …

Í austurvegi – Kínverskar bókmenntir og þýðingar úr fornkínversku

September 22nd, 2021

51:17

Hjörleifur Sveinbjörnsson er einn af okkar fremstu þýðendum sem þýðir úr fornkínversku yfir á íslensku. Nýlega hefur JPV forlagið gefið út þýðingaverk hans á nokkrum ljóðum frá tímum Tang-keisaraveldisins og spjölluðum …

Þjóðhættir – Konur í raftónlist: „Svo allt í einu er bara stelpa á mixernum“

September 21st, 2021

49:37

Undanfarin ár hefur verið áberandi umræða um stöðu kvenna í ýmsum geirum atvinnu- og menningarlífs. Oftar en ekki er staðan sú að konur sem vilja hasla sér völl í karllægum geira glíma við ýmsar áskoranir sem hafa áhrif …

Samtal við samfélagið – Hegðun Íslendinga í heimsfaraldri

September 20th, 2021

53:06

Við fögnum þeim tímamótum að þáttur dagsins er 100 þáttur hlaðvarpsins með því að fá Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði, til Sigrúnar í spjall um rannsóknir þeirra sem tengjast hegðun og viðhorfum Íslendinga í …

Tæknivarpið – Kraftlaus Apple-kynning

September 17th, 2021

1:15:17

Apple hélt kynningu á þriðjudaginn og kynnti nýjar vörur:
*iPad (grunnútgáfuna)
*iPad Mini (alveg nýr!) 
*Watch Series 7 (minna uppfært en fólk átti von á)
*iPhone 13 og 13 mini
*iPhone 13 Pro og 13 Pro Max

Við rennum yfir …

Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi

September 16th, 2021

1:06:55

Í þætti dagsins spjallar Baldur við Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og Piu Hansson forstöðumann Alþjóðamálastofnunar um samskipti Íslands og Bandaríkjanna.

Í Völundarhúsi utanríksmála Íslands verða rann­­sóknir …

Í austurvegi – Valdamesta kona 20. aldarinnar, Song Meiling 宋美龄

September 15th, 2021

25:17

Song Meiling var eitt sinn þekkt fyrir að vera moldrík, gullfalleg og einstaklega valdamikil. Hún var eiginkona herforingjans og einræðisherrans …

Raddir margbreytileikans – 8. þáttur: Finnst skemmtilegra að grafa skurði en skrifa greinar

September 14th, 2021

1:10:11

Í þessum þætti er rætt við Helgu Ögmundardóttur, lektor við félagsfræði-, mannfræði-, og þjóðfræðideild Háskóla Íslands og kennir meðal annars áfanga í umhverfismannfræði og rannsóknaraðferðum en er í rannsóknarleyfi …

Samtal við samfélagið – Kosningar nú og þá

September 13th, 2021

55:29

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum að kosningar eru á næsta leyti og af því tilefni fengum við til okkar einn helsta sérfræðing landsins í kosningum og kosningarannsóknum, Evu H. Önnudóttur, prófessor í …

Tæknivarpið – HBO Max til Íslands og nýtt greiðslukerfi Strætó

September 9th, 2021

1:16:15

Strætó er komið með nýtt greiðslukerfi sem heitir Klapp, en hvernig virkar það? HBO Max kemur til Íslands von bráðar, en hvenær? Er hleðsluvandi fyrir rafbíla á Íslandi? Síminn tengdi fyrsta heimilið í gegnum kerfi …

Völundarhús utanríksmála Íslands – Norðurlöndin gegna veigamiklu hlutverki við stjórn Íslands

September 9th, 2021

1:18:05

Baldur ræðir í þætti dagsins við Boga Ágústsson fréttamann á RÚV og fyrrverandi formann Norrænafélagsins og Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði um samskipti Íslands við Norðurlöndin.

Í þessum þáttum verða rann­sóknir …

Í austurvegi – Efnahagsþróun í Kína í fortíð og framtíð

September 8th, 2021

39:23

Í vikunni fengum við Þorvald Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, til að ræða við okkur um efnahagsþróun í Kína, fortíð og til framtíðar.

Margt bar á góma í áhugaverðu spjalli: Ástæður velgengni …

Í austurvegi – Efnahagsbylting miðaldanna á tíma Song-keisaraveldisins 宋朝

September 1st, 2021

24:29

Song-keisaraveldið var við völd á miðöldum í Kína en þá mátti sá miklar framfarir í efnahagssögu kínversku keisaraveldanna. Þetta var mikil blómatíð bæði í listum og iðnaði ásamt því að fólk fór að safna meiri auð en …

Völundarhús utanríksmála Íslands – 1. þáttur: Er utanríkisstefna Íslands ómarkviss?

August 31st, 2021

1:12:09

Nýir þættir hefja nú göngu sína á hlað­varpi Kjarn­ans um utan­rík­is­mál. Mark­miðið er að miðla og ræða nið­ur­stöður rann­sókna um utan­rík­i­s­tefnu Íslands. Ætlunin er að leiða hlustendur út úr völ­und­ar­húsi …

Raddir margbreytileikans – 7. þáttur: Við erum öll á ferð um heiminn

August 31st, 2021

1:15:47

Í þessum þætti er rætt við mannfræðinginn Katrínu Önnu Lund um að ganga, gönguleiðir og göngutúra, útfrá mannfræðilegu og fyrirbærafræðilegu …

Tæknivarpið – Sería 7 hefst: Galaxy Unpacked og Pixel 6

August 27th, 2021

1:24:11

Afsakið biðina en sería 7 er hafin og rennum við yfir tæknifréttir sumarsins! Það gerðist alveg hellingur í sumar: Ný tæki frá Samsung sem er hægt brjóta saman, ný Android Wear úr, Pixel 5a, Pixel 6 og 6 pro, Sonos …

Í austurvegi – Tækifæri, ímynd Íslands meðal Kínverja og lífið í Kína á COVID-tímum

August 26th, 2021

53:06

Í austurvegi er nýr hlaðvarpsþáttur á Kjarnanum en hann fjallar um Kína og menningu landsins. Í þáttunum eru helstu sérfræðingar landsins þegar það kemur að málefnum Kína og Íslands fengnir til viðtals. Einnig birtast …

Radíó Efling – Labbað í loftið

August 25th, 2021

23:18

Í nýjasta þætti Radíó Eflingar ræðir Þórunn Hafstað við Eðvald Karl Eðvalds, félagsmann Eflingar til margra ára. Kalli, eins og hann er alltaf kallaður, fékk sína fyrstu vinnu 11 ára, en stendur nú á tímamótum. Hann er …

Ekon – Óáþreifanlegur kostnaður þess að verða fyrir ofbeldi telur milljónum á ári

August 23rd, 2021

23:36

Emil ræðir við Hjördísi Harðardóttur um rannsókn á óáþreyfanlegum kostnaði ofbeldis í nýjasta þætti Ekon. Hjördís telur rannsóknir á borð við þessa gefa stjórnvöldum betri tól til þess að bæta forvarnir í slíkum …

Raddir margbreytileikans – 6. þáttur: Sameinar mannfræðina og lögreglufræðin

August 18th, 2021

1:05:46

Í þessum þætti er rætt við Eyrúnu Eyþórsdóttur sem er lektor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri þar sem hún kennir áfanga meðal annars í lögreglufræði. Eyrún er fædd árið 1973 og ólst upp á …

Saga Japans – 41. þáttur: Kamakura endurreisnin

August 12th, 2021

50:03

Borgarastríðið lagði gömlu höfuðborgina Nara í rúst, köld kol og aska lá þar sem elstu og helgustu hof landsins höfðu eitt sinn staðið. En …

Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“

August 3rd, 2021

1:17:56

Í þessum fimmta þætti sem sækir titil sinn til Hávamála er rætt við Gunnar Þór Jóhannesson mannfræðing um menningarlegt og félagslegt samhengi ferðamennsku og ferðaþjónustu.

Gunnar Þór Jóhannesson fæddist 1976 á …

Raddir margbreytileikans – 4. þáttur: Fannst fyrsta önnin í mannfræði ekki skemmtileg

July 22nd, 2021

51:00

Gestur vikunnar er mannfræðingurinn Jónína Einarsdóttir, deildarforseti félags-, mannfræði- og þjóðfræðideildar Háskóla Íslands og prófessor í mannfræði við Háskóla íslands. Jónína lærði þróunarfræði í Uppsalaháskóla og …

Ekon – Greiðslumiðlun tæplega þrefalt dýrari hér heldur en á öðrum Norðurlöndum

July 19th, 2021

38:09

Guðmundur Kr. er annar viðmælandinn í þáttaröðinni Ekon, þar sem hagfræðingurinn Emil Dagsson fær til sín sérfræðinga úr ýmsum áttum til að fjalla um hagfræðileg málefni ásamt málefnum tengdum íslenskum efnahag.

Raddir margbreytileikans – 3. þáttur: Rómafólk í Róm og sagan af Marskálkinum Tító

July 6th, 2021

1:25:23

Í þessum þætti er rætt við mannfræðinginn Marco Solimene, sem er ítalskrar ættar, fæddur í Róm árið 1976. Marco hefur búið á Íslandi um langt skeið. …

Ekon – Er fjármagnstekjuskattur alltaf óhagkvæmur?

July 5th, 2021

25:32

Emil Dagsson ræðir við Arnald Sölva Kristjánsson um hagkvæma skattheimtu í Ekon, nýjum viðtalsþætti um hagfræðileg málefni. Samkvæmt honum er ekki auðséð að viðtekin viðhorf um að skattur á fjármagn sé óhagkvæmur …

Saga Japans – 40. þáttur: Veiðiferð sjógunsins II

July 1st, 2021

1:05:14

Hefnd Sogabræðranna hefur orðið innblástur í fleiri sögur og leikrit en öll önnur atvik í sögu Japans. Tveir ungir menn, andspænis ofurefli, ana út í dauðann til að verja heiður sinn og sækja hefnda.

En hverjir voru …

Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum

June 25th, 2021

28:52

Radíó Efling er þáttur um félagsfólk Eflingar og allt sem viðkemur þeim. Undanfarin ár hefur fólk í Eflingu sagt frá lífi á lægstu launum, farið í verkföll og haldið uppi grunnþjónustu í heimsfaraldri. Í þessum þáttum …

Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I

June 24th, 2021

1:00:55

Árið 1193 bauð nýskipaður sjógun Japans sínum helstu bandamönnum í veglega veiðiferð við rætur Fuji-fjalls. Sú veiðiferð átti eftir að verða sögufræg fyrir margar sakir og má segja að hún endurómi enn í menningu Japans.

Raddir margbreytileikans – 2. þáttur: Vildi vera Indiana Jones

June 22nd, 2021

54:21

Raddir marg­breyti­leik­ans er mann­fræði­hlað­varp þar sem rætt verður við íslenska mann­fræð­inga um það sem þeir eru að rann­saka. Einnig verður rætt við erlenda fræði­menn þegar færi gefst. Í öðrum þætti er rætt við …

Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum

June 12th, 2021

1:35:43

Apple heldur sína árlegu tækniráðstefnu í vikunni og byrjaði hana á mánudaginn með upptekinni lykilræðu þar sem starfsfólk rennur yfir það nýjasta í …

Raddir margbreytileikans – 1. þáttur: Hvernig sagan birtist í brjóstmyndum

June 8th, 2021

1:24:42

Raddir margbreytileikans er mannfræðihlaðvarp þar sem rætt verður við íslenska mannfræðinga um það sem þeir eru að rannsaka. Einnig verður rætt við erlenda fræðimenn þegar færi gefst.

Í þessum þætti ræðir Kristín …

Tæknivarpið – Twitter áskrift og nýtt Windows

June 4th, 2021

1:06:36

Það er fullt af íslenskum nýsköpunarfréttum: Greenfo er sproti sem hjálpar fyrirtækjum að reikna umhverfisspor sitt með það markmið að ná því niður, …

Tæknivarpið – Það er komið nýtt Apple TV

June 1st, 2021

1:05:53

Apple gaf nýverið út nýtt Apple TV, sem styður 4K og HDR með mikilli endurnýjunartíðni (e. /high frame rate/). Tækið kom út á sama tíma út um allan heim, og skartar nýrri fjarstýringu, sem er mun betri en forverinn.

WWDC …

Saga Japans – 38. þáttur: Jizo, besti vinur barnanna

May 27th, 2021

38:39

Árið 577 kom sérkennilegt goð frá meginlandinu til Japans, sem hægt var að biðja til í von um að það myndi bjarga manni úr einu af hinu ótal helvítum …

Tæknivarpið – Google I/O, Pixel 6 lekar og hágæða tónlist

May 21st, 2021

1:23:42

Google hélt loksins I/O tækniráðstefnuna sína og streymdi aðalkynningu í beinni í vikunni. Þar var farið um víðan völl enda lausna- og vöruframboð Google orðið víðfemt. Þar var fjallað um framtíðina í Android, á …

Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla

May 18th, 2021

56:46

Háskólar gegna margþættu hlutverki í samfélaginu og nær það langt út fyrir þau efnahagsleg áhrif, tækni og nýsköpun sem fólki er gjarnan tíðrætt um. Háskólar eru einnig drifkraftar lýðræðis, en þessi grundvallarhugmynd …

Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn

May 14th, 2021

1:12:39

Þáttur 277 er fullur af íslenskum fréttum og rövli yfir Epic vs. Apple:

Rakning C19 appið hefur uppfært og getur nú nýtt sér nafnlausa Bluetooth …

Saga Japans – 37. þáttur: Hugleiðingar kotbúans

May 13th, 2021

40:19

Fljótið streymir endalaust, en vatnið er aldrei hið sama.
Árið 1212 settist gamall einbúi niður í kofa sínum og byrjaði að rita niður hugleiðingar sínar. Þökk sé þessum einbúa eigum við lýsingar frá sjónarvotti af Kyoto …

Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II

May 6th, 2021

44:25

Árið er 1183 og ekki bara ríkir borgarastyrjöld í Japan heldur líka stríð milli hjónanna Yoritomo og Masako. Í þessum þætti er fjallað um kvenkyns samúræja, sem sjaldan rötuðu í sögubækur en fornleifarannsóknir benda …

Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I

April 22nd, 2021

51:11

Þegar Hojo Masako strauk að heiman með útlaga sáu fáir fyrir að þessi viljasterka dóttir sveitasamúræja ætti dag einn eftir að verða einn valdamesti einstaklingur í Japan. Í þessum fyrsta þætti af þremur reynum við að …

Tæknivarpið - Apple viðburður í næstu viku og betri kort

April 16th, 2021

1:02:08

Hopp er að stækka þjónustusvæðið sitt og nú er hægt að leigja frá þeim rafhlaupahjól í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. 

Vegagerðin er farin að skila rauntímagögnum um ástand vega inn í kortagrunna hjá Google Maps og …

Tæknivarpið - Tugþúsund Íslendinga í Facebook leka

April 9th, 2021

1:04:41

Sýn er búið að selja óvirka innviði og fær fyrir það 6,1 ma. ISK en skuldbindur sig til að leigja búnað til 20 ára á móti. Þetta virðist vera góð …

Tæknivarpið - Ný stefna hjá Intel og Grid úr beta

March 27th, 2021

1:18:29

Það er eldgos og tæknin spilar smá hlutverk þar enda snertir það flesta anga lífs okkar. Björn Steinbekk náði ótrúlegu drónamyndband með DJI FPV drónanum þar sem hann fer í gegnum eldgosagusu á ógnarhraða. Myndbandið …

Þjóðhættir – Að kryfja froskinn: Húmor og hamfarir

March 23rd, 2021

38:06

Hvers vegna eru fasteignasalar hættir að horfa út um gluggann fyrir hádegi? Hvað segir húmor okkur um samfélagið? Má gera grín að öllu? Er yfir höfuð hægt að rannsaka húmor?

Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við …

Samtal við samfélagið – Kynjuð valdaorðræða á Íslandi og afleiðingar hennar

March 22nd, 2021

58:19

Gestur vikunnar er Annadís Gréta Rúdólfsdóttir, en hún er dósent í aðferðafræði rannsókna við Deild Menntunnar og Margbreytileika við Háskóla …

Tæknivarpið - Nýr Nest Hub, Homepod deyr og NFT

March 18th, 2021

1:09:37

Google er búið að uppfæra Nest Hub, myndarammann sinn, og Gulli ætlar að kaupa nokkra. Apple er að hætta með Homepod, en ekki Homepod mini, sem …

Þjóðhættir – Miðborg Reykjavíkur: Gömul hús og ný

March 16th, 2021

42:25

Í miðborg Reykjavíkur er að finna fjölbreyttan húsakost með nýjum og gömlum húsum í bland við hús sem hafa verið flutt um stað, gerð upp eða þau rifin. Sitt sýnist hverjum enda skoðanir og viðhorf fólks ólík.

Í þættinum …

Samtal við samfélagið – Staða kynjanna á íslenskum vinnumarkaði

March 15th, 2021

55:59

estur hlaðvarpsins í dag er Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði og aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi í félagsfræði frá Háskólanum í Lundi og hefur síðan átt langan og …

Tæknivarpið - Clubhouse, Elko verðsaga og Ökuvísir

March 13th, 2021

1:03:51

Elko er búið að bæta við verðsögu allra vara á vefverslun sinni. Er það til að vinna inn traust viðskiptavina?  VÍS er búið að opna á Ökuvísinn: app og kubbur til að meta ökuhæfni fólks með það markmið að lækka kostnað …

Þjóðhættir – Huldufólk, fyrirboðar og draumráðningar

March 9th, 2021

41:18

Er huldufólk raunverulegt? Er eitthvað að marka drauma? Hvað með öll táknin og fyrirboðana? Að minnsta kosti eru enn sagðar sögur af huldufólki, fólk …

Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?

March 8th, 2021

48:30

estur okkar þessa vikuna er Ásdís Arnalds en hún lauk doktorsprófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands í nóvember 2020. Ritgerðin hennar ber heitið „Fjölskyldustefna og foreldrahlutverk: Áhrif íslensku …

Tæknivarpið - Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú

March 7th, 2021

1:13:29

Riot games ætlar að halda risastórt rafíþróttamót á Íslandi í sumar og við erum spenntir! Twitter er komið með íslenska kennitölu og ætli það sé til að borga Halla laun? Microsoft hjúfrar sér upp að CarbFix verkefni …

Saga Japans – 34. Þáttur: Hinn hugdjarfi Yoshitsune

March 4th, 2021

53:23

Hvernig nær bastarður, munaðarlaus, sonur þjónustustúlku og samúræja, hent niður í gleymt og afvikið hof hátt í fjöllum meðal Tengúa að rísa upp og verða herforingi og hetja?

Í þessum þætti kynnumst við hinum tragíska …

Þjóðhættir – Öryggisbrögð kvenna í miðborg Reykjavíkur og safnastarf á Dalvík

March 2nd, 2021

54:14

Í Dalvíkurbyggð er rekin öflug safna- og menningarstarfsemi. Undir sama hatti eru rekin bókasafn, héraðsskjalasafn, Byggðasafnið Hvoll og …

Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta

March 1st, 2021

48:48

Nýlega var myndin Hækkum rána sýnd á Sjónvarpi Símans og vakti hún blendin viðbrögð, annars vegar var aðferðum þjálfarans hampað sem valdeflingu stúlkna en hins vegar var rætt um aðferðirnar sem of harðar og gamaldags. …

Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi

February 26th, 2021

56:23

Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla og sölu Símans, mætti í viðtal hjá Tæknivarpinu og spáði í framtíð Sjónvarps Símans, og sjónvarps á Íslandi. Eins og kom fram í síðasta þætti er Síminn kominn með app …

Tæknivarpið – Sjónvarp Símans loksins á Apple TV

February 23rd, 2021

1:15:41

Tæknivarpið komið aftur hefðbundinn fréttaþátt, Síminn hefur loksins staðið við gamalt loforð og gefið út app á Apple TV. Elmar hélt áfram að leggja stærsta fyrirtæki í heiminum í einelti og Daníel sagði okkur frá því …

Þjóðhættir – Þjóðbúningar, nafnaval og smáheimssagnir

February 23rd, 2021

59:19

Þjóðfræði er kennd við Háskóla Íslands, bæði í grunnnámi og á meistarastigi. Námið er fjölbreytt og rannsóknir nemenda endurspegla vissulega þá miklu …

Samtal við samfélagið – Framúrskarandi félagsfræðingar

February 22nd, 2021

44:30

Félagsfræðingafélag Íslands veitir árlega viðurkenningu fyrir framúrskarandi BA- og MA-ritgerð í félagsfræði. Að þessu sinnu voru það þær Adda Guðrún Gylfadóttir og Sóllilja Bjarnadóttir sem hlutu verðlaunin og komu þær …

Þjóðhættir – Hljóðheimur langspilsins

February 16th, 2021

45:39

Hvernig er hægt að útskýra eða fanga hljóðheim í orðum? Er kannski eitthvað sem aðeins er hægt að upplifa með öðrum hætti en í gegnum orð? Tónlist hefur margvísleg áhrif á fólk og skapar meðal annars ákveðna stemningu …

Samtal við samfélagið – Fjölskyldulíf á tímum COVID-19

February 15th, 2021

46:36

Gestur vikunnar kemur langt að þessa vikunna, en Sigrún spjallaði við Leuh Ruppanner sem er dósent í félagsfræði við Háskólann í Melbourne í Ástralíu. Rannsóknaráherslur hennar eru fjölskyldan, kynjafræði og stefnumótun …

Tæknivarpið – Tæknispá með Hjálmari Gíslasyni

February 15th, 2021

1:13:39

Tæknivarpið fær frumkvöðulinn Hjálmar Gíslason frá GRID í heimsókn til að ræða framtíðina. Hjálmar gaf út nýlega árlega tæknispá á Kjarninn.is …

Tæknivarpið – Snjallvæðing heimila

February 13th, 2021

1:42:49

Við fáum frábæran gest til að fara yfir snjallvæðingu heimila, hann Marinó Fannar Pálsson, stofnanda Facebook hópsins Snjallheimili.

Stjórnendur eru Gunnlaugur Reynir og Elmar Torfason.

Pottersen – 48. þáttur: Lokaþáttur

February 12th, 2021

37:46

Emil og Bryndís ræða þátt fjögur í leikritinu Harry Potter og bölvun barnsins. Albus og Scorpius eru fastir í Godricsdal árið 1981, skömmu áður en …

Saga Japans – 33. þáttur: Hoichi hinn eyrnalausi og fall Taira

February 11th, 2021

56:46

Í þessum þætti er fjallað um hið stutta tímabil þegar Fukuhara, betur þekkt sem upprunastaður Kobe nautakjötsins, var höfuðborg Japans í aðeins eitt …

Þjóðhættir – Fuglar og þjóðtrú

February 9th, 2021

42:08

Um allan heim er margvísleg þjóðtrú um fugla. Í þjóðtrú hérlendis er hrafninn til dæmis oft talinn slæmur fyrirboði. Í nokkrum þjóðsögnum birtist hrafninn þó sem bjargvættur þegar hann bjargar þeim sem hafa gert honum …

Samtal við samfélagið – Netveröld ný og góð?

February 9th, 2021

1:12:38

Fátt hefur haft meiri áhrif á daglegt líf okkar Vesturlandabúa í seinni tíð en stafræna byltingin svokallaða. Stafrænni tækni hefur fleygt fram og meðal annars fært okkur internetið, snjallsíma og samfélagsmiðla. …

Þjóðhættir – Öflug starfsemi á Minjasafni Austurlands

February 2nd, 2021

41:42

Safnastarf er víða frjótt og blómlegt. Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum er engin undantekning frá því. Safnið stendur fyrir fjölbreyttri og áhugaverðri starfsemi en hefur í verkefnum sínum þurft að aðlaga sig að …

Samtal við samfélagið – Kynþáttaójöfnuður í Bandaríkjunum

February 1st, 2021

56:16

Hlaðvarp félagsfræðinnar snýr loksins aftur og er fyrsti þátturinn ekki af verri endanum. Í honum spjallar Sigrún við Rashawn Ray, prófessor í félagsfræði við Háskólann í Maryland í Bandaríkjunum. Undanfarið ár hefur …

Saga Japans – 32. þáttur: Eyja guðanna

January 28th, 2021

57:58

Eftir skammvinna borgarastyrjöld, þar sem Go-Shirakawa hrekur burt her bróður síns Sutoku á flótta, telur nýi keisarinn sig hafa öll völd í hendi sér. En þau öfl sem stríðið hefur leyst úr læðingi eru ekki svo …

Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina

January 26th, 2021

49:42

Í Bandaríkjunum er unnið að spennandi verkefni sem nefnist 100 ára stjarnflugsáætlun. Verkefnið gengur út á að árið 2112 sé hægt að senda stóran hóp fólks út úr sólkerfinu til þess að búa í geimnum. Það er að mörgu að …

Pottersen – 47. þáttur: Myrk hliðarveröld

January 22nd, 2021

45:09

Emil og Bryndís ræða þátt þrjú í leikritinu Harry Potter og bölvun barnsins. Scorpius Malfoy er staddur í versta galdraheimi sem hægt er að hugsa sér. Tímaflakk hans og Albusar Potters fór algjörlega úr böndunum. …

Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna

January 21st, 2021

55:42

Sutoku varð ungur að árum keisari og ef ekki hefði verið fyrir að faðir hans og bræður plottuðu gegn honum hefði hann átt dag einn að stýra Japan í eigin nafni. Hann endaði ævi sína í útlegð eftir skammvinna …

Tæknivarpið – Þáttur ársins

January 21st, 2021

2:09:23

Nú er loks­ins komið að því. Þáttur árs­ins er mætt­ur, aðeins seinna en vana­lega út af sottlu. Þar fer næstum allur hóp­ur­inn bak við Tækni­varpið (og Simon.is) yfir það sem var mest spenn­andi í nýrri tækni og …

Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“

January 19th, 2021

42:08

Íslendingar vilja gjarnan líta á sig sem bókmenntaþjóð þar sem lestur er í hávegum hafður. Mikil opinber umræða á sér stað um bækur, lestur, læsi og fleira. Þetta sést til dæmis þegar niðurstöður Pisa-kannana eru birtar …

Þjóðhættir – Matarnánd: Lífrænn, staðbundinn og menningararfsmatur

January 12th, 2021

38:05

Matur er mannsins megin og öll þurfum við að borða. Við komumst ekki af án matar og verjum gríðarlega tíma á hverjum degi í að hugsa um mat, meðhöndla mat og auðvitað borða mat. Matarmenning og matarhættir eru frjótt og …

Tæknivarpið – Matís prentar í matinn

January 9th, 2021

1:01:20

Það er fullt af íslenskum tæknifréttum á nýju ári. Twitter kaupir Ueno, Matís prentar mat og CERTÍS fær nýjan stjórnanda. Samsung opnar nýja árið með …

Pottersen – 46. þáttur: Skaðlegt tímaflakk

January 8th, 2021

54:15

Emil og Bryndís ræða þátt tvö í leikritinu Harry Potter og bölvun barnsins. Ólíkt feðrum sínum eru Albus Potter og Scorpious Malfoy orðnir perluvinir, sem Harry líst ekkert á. Hann finnur til í örinu, myrku öflin eru …

Saga Japans – 30. þáttur: Hyrndi meistarinn

January 7th, 2021

36:53

Í þessum þætti er farið víða um völl, við kynnumst bólusóttarguðinum og hyrndum andstæðingi hans, hvernig keisarinn Shirakawa stýrði Japan úr klaustri og hvað Japanir gera til að fagna nýju ári.

Þjóðhættir – Víkingar á söfnum: hetjur eða hrottar?

January 5th, 2021

45:21

Öll höfum við okkar hugmyndir um víkinga sem sigldu um úfin höf, könnuðu ókunn lönd, börðust og rændu. Fornleifarannsóknir hafa fært okkur minjar frá víkingatímanum og fræðafólk úr ýmsum greinum hefur velt vöngum yfir …

COVID í Eyjum – 2. þáttur: Almenningur

December 30th, 2020

29:53

„Þetta bara núllstillti okkur,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum um áhrifin sem COVID-19 hafði á samfélagið í Eyjum. „Ég var til dæmis bókuð 14 helgar í röð, allt í einu tæmdist allt dagatalið …

Þjóðhættir – Dýrmætar heimildir um alþýðumenningu og uppspretta sköpunar

December 29th, 2020

58:51

Hljóðrit úr þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru aðgengileg á vefnum ismus.is. Safnið er mikið að vöxtum og dýrmæt heimild um alþýðumenningu fyrri tíma, m.a. sagnir, kveðskap og fleira. …

COVID í Eyjum – 1. þáttur: Viðbragðsaðilar

December 28th, 2020

30:23

„Við vissum að veiran myndi koma með Herjólfi,“ segir Páley Borgþórsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, um COVID-19 hópsýkinguna í Vestmannaeyjum í mars. Páley fór fyrir aðgerðarstjórn almannavarna í …

Saga Japans – 29. þáttur: Munkurinn sem breyttist í rottu

December 23rd, 2020

44:56

Hver sem er getur reiðst yfir sviknu loforði, en þegar munknum Raigo er synjað um að stækka hofið sem hann elskar af sjálfum keisaranum endar það með ósköpum fyrir alla sem koma nærri.

Í þessum þætti er einnig fjallað um …

Tæknivarpið – Jólagjafalistar, Cyberpunk 2077 hent út og Solarwinds hakkið

December 22nd, 2020

1:02:08

Það er búið að kynna fullt af nýjum símum. Sími með myndavél undir skjá, fyrsti síminn með Snapdragon 888 örgjörva með innbyggðu 5G, og Oneplus sími …

Þjóðhættir – Jólin, jólin alls staðar

December 22nd, 2020

51:34

Viðfangsefni þjóðfræðinnar eru fjölbreytt en hefðir og hátíðir eru gjarnan umfjöllunarefnið. Segja má að jólin séu háannatími hjá mörgum þjóðfræðingum enda eru þeir miklir sérfræðingar þegar kemur að hátíðarhöldum og …

Tæknivarpið – Tölvuleikjajól með Bibba Skálmöld

December 21st, 2020

1:55:12

Covid19-jól eru handan við hornið og við ætlum að kafa í tölvuleikina. Við fáum til okkar góðan gest, hann Snæbjörn Ragnarsson (einnig kallaður …

Þjóðhættir – Þjóðtrú, förufólk, ísbirnir og hagnýt þjóðfræði: Rannsóknasetur HÍ á Ströndum

December 15th, 2020

38:15

Háskóli Íslands starfrækir rannsóknasetur víðs vegar um landið. Eitt slíkt hefur verið starfrækt á Ströndum síðan árið 2016 og þar er áherslan á þjóðfræðirannsóknir og miðlun. Í þættinum hitta Dagrún og Vilhelmína …

Tæknivarpið – Ný Airpods heyrnatól frá Apple

December 11th, 2020

1:12:43

Meðal þess sem rætt er í þætti vikunnar er óvænt útspil Apple sem kynnti ný heyrnartól yfir eyrun sem kallast AirPods Max. Óhætt er að segja að meðlimir Tæknivarpsins eru misjafnlega spenntir fyrir þeim en sammála um að …

Pottersen – 45. þáttur: Bölvun barnsins

December 11th, 2020

1:14:21

Pottersen-systkinin Emil og Bryndís hefja lestur á Harry Potter og bölvun barnsins, leikritinu sem gefið var út á bók. Fyrsti þáttur (Act I) er nú til umræðu. Þetta er áttunda sagan um Harry og félaga og hún hefst …

Þjóðhættir – Samfélagsbreytingar í heimsfaraldri: Frá handaböndum til hrákdalla

December 8th, 2020

1:00:49

Kórónuveiran hefur heldur betur valdið usla í samfélaginu með tilheyrandi aðlögun og breytingum á hversdagslífi fólks. Faðmlögum og handabandi hefur nú verið skipt út fyrir sprittbrúsa og andlitsgrímur og óvíst hvort og …

Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári

December 4th, 2020

1:19:12

Í þætti vikunnar ræða Andri Valur, Elmar og Gunnlaugur um allt og ekkert í tæknimálum. Það sem rætt er í þættinum er meðal annars lesbrettið frá Storytel sem við höfum verið með í prufu, vinsælustu íslensku hlaðvörpin, …

Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda

December 3rd, 2020

55:29

Við lítið en heilagt fjall norðan Kyoto er klaustur með ævafornum en óvenjulegum sið. Munkar þar fara út að skokka, tugi kílómetra, hundrað daga í …

Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“

December 1st, 2020

57:12

Þjóðhættir er glænýtt hlaðvarp um rannsóknir og miðlun í þjóðfræði. Sjónum verður beint að fólki og hvaða merkingu það leggur í siði og venjur, hluti og umhverfi auk þess sem fjallað verður um ólíkar miðlunarleiðir, …

Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri

November 26th, 2020

35:55

Á eftir níu ára stríði, sem tók tólf ár, fylgdi þriggja ára stríð sem tók sex ár í norðurhluta japanska keisaradæmisins. En þegar norðrið sameinaðist undir stjórn Fujiwara no Kiyohira varð til nærri sjálfstætt …

Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári

November 26th, 2020

1:24:23

Í þætti vikunnar fara Axel og Bjarni yfir fyrstu reynslu sína af PS5. Allt um nýju Dualsense fjarstýringuna, fjármögnun með bland braski, fjarspilun með PS5 remote play og nýja og gamla leiki. Ef þú náðir náðir ekki að …

Tæknivarpið – Ótrúlega hraðar Mac tölvur og endurkoma 737 Max

November 19th, 2020

1:09:31

Atli fjallar um iPhone 12 mini og Watch SE með LTE-sambandi sem hann hefur verið að prófa. Síminn er með talsvert lakari rafhlöðuendingu en hinir símarnir sem voru að koma út og munu ekki henta kröfuhörðum. Apple Watch …

Tæknivarpið – Apple skiptir um örgjörva

November 12th, 2020

1:05:26

Storytel hefur gefið út sitt eigið lesbretti og kostar það 18.990 krónur stykkið. Brettið er háð áskrift frá Storytel og er einungis hægt að nýta sér bækur þaðan. Brettið er 200 grömm og með baklýstan skjá með rafbleki.

Pottersen – 44. þáttur (gestaþáttur): Gunnar Logi, 11 ára Potter-aðdáandi

November 6th, 2020

35:14

Gunnar Logi Guðrúnarson er 11 ára Akureyringur. Hann er Pottersérfræðingur, hann hefur lesið bækurnar margsinnis og hlustað á alla Pottersen-þættina. Emil og Bryndís spjölluðu við hann á Skype um áhuga hans og þau …

Tæknivarpið – Apple Watch fær LTE og fullt af nekt

November 6th, 2020

1:23:08

Apple Watch snjallúrið fær loksins farsímasamband á Íslandi í nóvember og ríður Nova fyrst á vaðið. Nova fór af stað með látum og bjó til augýsingu fyrir úrið þar sem allir fara úr fötunum. Hin stóru fjarskiptafélögin …

Saga Japans – 26. þáttur: Ris og fall Abe-ættarinnar

November 5th, 2020

46:51

Hinu langa friðartímabili Heian er í þann mund að ljúka. Í þessum þætti verður ris og fall einnar samúræja-ættar skoðað, en örlög Abe-ættarinnar er þó einungis forleikurinn af því sem koma skal þegar samúræjarnir láta …

Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods lekar

October 30th, 2020

1:19:24

Póst- og fjarskiptastofnun framkvæmdi neytendakönnun á íslenskum fjarskiptamarkaði og gaf út niðurstöðurnar í vikunni. Við rennum snögglega yfir niðurstöður sem eru mjög viðamiklar.
Tæknivarpið fór í útvarpsviðtal og …

Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar

October 29th, 2020

49:21

Risavaxnar köngulær sem geta umbreytt sér í fagrar konur og blóðþyrstir marglita risar með horn á höfði eru umfjöllunarefni þáttarins þessa viku. …

Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar

October 23rd, 2020

1:01:06

Í þætti vikunnar förum við yfir verðleysi á iPhone í forpöntunum á Íslandi (sem var að detta inn), nýju snjallhátalarana frá Google og Amazon sem eru að fá fanta dóma. Einnig er fjallað um umfjöllun um umfjöllun á …

Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu

October 22nd, 2020

49:34

Í kringum árið 1000 háðu tvær keisaraynjur kalt stríð við hirðina í Heian og afleiðingar þess eru tvö stærstu bókmenntaverk Japanssögunnar. Ævintýrið um Genji sem skrifað var af Murasaki Shikibu, hirðkonu í þjónustu …

Er friðurinn úti? – 5. þáttur: Friður, flótti og loftslagsbreytingar

October 16th, 2020

34:38

Hvernig geta afleiðingar loftslagsbreytinga leitt til ófriðar og átaka? Hvernig getur almenningur og grasrótarhreyfingar unnið gegn loftslagsbreytingum og þeim ófriði sem þeim getur fylgt? Erum við að gera nóg?

Í þessum …

Saga Japans – 23. þáttur: Sei Shonagon

October 15th, 2020

51:23

Ef Sei Shonagon hefði verið uppi í dag væri hún hugsanlega tískubloggari, pistlahöfundur eða hugsanlega bara fyndin á Twitter – en þessi hirðkona við hirð Ichijo keisara náði að skemmta lesendum sínum með skörpum …

Tæknivarpið – Fjórir nýir iPhone símar og endurkoma MagSafe

October 15th, 2020

1:18:02

Apple hélt viðburð á þriðjudaginn og kynnti því miður ekki 120 riða skjá. Apple kynnti hinsvegar fjóra nýja iPhone síma, lítinn snjallhátalara og endurkomu Magsafe hleðslutækja.

Homepod mini var kynntur fyrst og er nýr …

Er friðurinn úti? – 4. þáttur: Rödd Íslands á alþjóðavettvangi

October 15th, 2020

55:37

Hefur Ísland rödd á alþjóðavettvangi? Getur Ísland haft áhrif í alþjóðakerfinu þegar kemur að því að sporna gegn ofbeldi og stuðla að friði á heimsvísu?

Í þessum þætti ræðir Margrét Marteinsdóttir við Piu Hansson, …

Er friðurinn úti? – 3. þáttur: Börn á íslenskum átakasvæðum

October 14th, 2020

44:28

Ríkir friður inni á heimilum barna á Íslandi? Hvaða úrræði eru fyrir börn sem búa við óöryggi, ofbeldi eða vanrækslu? Hvaða áhrif hefur COVID-19 haft á öryggi barna á Íslandi? Hvernig getur fólk hjálpað?

Í þessum þætti …

Er friðurinn úti? – 2. þáttur: Ófriðurinn heima

October 13th, 2020

49:28

Hverjar eru birtingarmyndir kynbundins ofbeldis? Hverjir eru gerendur og hvernig er hægt að stuðla að opinskárri umræðu við þá? Ríkir friður inni á íslenskum heimilum?

Í þessum þætti ræðir Margrét Marteinsdóttir við …

Er friðurinn úti? – 1. þáttur: Hvað er friður/ófriður?

October 12th, 2020

21:16

Hvað er friður? Hvernig tengist hugtakið okkur sem einstaklingum og hvaða merkingu leggjum við í það hér á Íslandi? Hvernig tengist friður umræðu um ofbeldi og mismunun?

Í þessum þætti ræðir Margrét Marteinsdóttir við …

Saga Japans – 22. þáttur: Nú blómstrar bláregn Fujiwara

October 9th, 2020

41:55

Frá árunum 940 til ársins 1000 drottnaði Fujiwara-ættin yfir Japan í gegnum ríkisstjóra og ráðgjafa-embættin Sessho og Kanpaku, en það var ekki …

Tæknivarpið – Hversu stór er þín kæliplata?

October 8th, 2020

1:09:41

Í 250. þætti Tæknivarpsins er farið um víðan völl. Við fjöllum um hrinu netsvindla á Íslandi sem lögreglan varar við, nýjar Surface vélar frá Microsoft, Google rabrandið úr G-Suite í Workspace, nýjungar í Slack …

Tæknivarpið – Amazon öryggisdróni og nýir Pixel símar

October 2nd, 2020

1:18:51

Tæknihaustið er byrjað og fyrirtækin geta ekki hætt að kynna ný tæki og þjónustu. Amazon hélt stutta 30 mínútna vélbúnaðarkynningu en náði samt …

Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn

October 1st, 2020

1:06:39

Í þessum þætti kynnumst við þjóðhetju og goðsögn. Í augum sumra er Taira No Masakado eitt af verstu illmennum í sögu Japans, og illur andi hans ennþá eitthvað sem okkur ber að virða og óttast – maður sem gerði uppreisn …

Pottersen – 43. þáttur: Sögulok

September 25th, 2020

1:00:23

Pottersen-systkinin Emil og Bryndís hafa nú lesið og rætt í þaula allar Harry Potter-bækurnar sjö! Í þessum þætti liggja kaflar 35-36 og eftirmálinn …

Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir

September 24th, 2020

55:22

Í þessum þætti er farið víða um völl. Rædd verður skáldkonan Ono No Komachi sem var dáð fyrir ljóðlist sína í lifandi lífi, en drusluskömmuð af síðari kynslóðum, dagbækur Heian-aðalfólks, bæði kvenna og karla sem …

Tæknivarpið – Leikjatölvur, Facebook hótar Evrópu og foreldralaust

September 24th, 2020

1:08:54

Þáttur vikunnar er tímamótaþáttur! Það er foreldralaust partý þar sem hvorki Gulli né Atli eru á staðnum. Fyrri helmingur þáttarins inniheldur allt …

Saga Japans – 19. þáttur: Maðurinn sem elskaði ást

September 17th, 2020

1:08:35

Ariwara No Narihira var afkomandi tveggja keisara en þó einungis minniháttar embættismaður, fylgdarmaður í liði prins sem tapað hafði í valdabaráttunni og yngstur fimm bræðra sem flestir nutu meiri frama en hann.

Engu …

Tæknivarpið – Símar skrítnir aftur og engir nýir iPhone

September 17th, 2020

1:30:06

LG ætlar að búa til tveggja skjáa síma þar sem annar skjárinn snýst og kynningin sló óvart í gegn. Nvidia er að kaupa ARM og við erum ekki alveg vissir hvað það þýðir. Apple hélt stutta kynningu og kynnti allt nema nýja …

Pottersen – 42. þáttur: Hver er Snape?

September 11th, 2020

1:04:12

Nú er farið að styttast í sögulok. Emil og Bryndís ræða kafla 32-34 í Harry Potter og dauðadjásnunum. Eftir að góðkunnar persónur falla í bardaganum …

Saga Japans – 18. þáttur: Embættismaðurinn sem elskaði plómur (og varð að guði)

September 10th, 2020

45:13

Frá því Otenmon-hallarhliðið brann til kaldra kola árið 866 hefur Fujiwara-ættin drottnað yfir öðrum, en undir lok níundu aldarinnar mætti á …

Tæknivarpið – Apple viðburður og Doom á óléttustöng

September 10th, 2020

1:27:52

Apple hefur sett viðburð á dagskrá og Tæknivarpið fer yfir ALLA lekana um nýjar græjur. Við tölum ekki bara um Apple (við reyndum en það er fullt af …

Tæknivarpið S06E01 – Epic pönkast í risum

September 3rd, 2020

1:28:32

Velkomin í sjöttu þáttaröð Tæknivarpsins!

Það er búið að vera fullt af tæknifréttum í sumar. Vodafone og Nova héldu kynningu á því sem 5G getur gert …

Saga Japans – 17. þáttur: Ris Fujiwara-ættarinnar

September 3rd, 2020

30:50

Ein ætt drottnaði yfir öllum öðrum um miðbik Heian-tímabilsins og það var ekki keisaraættin, heldur þeirra nánustu samstarfsmenn og ráðgjafar, Fujiwara-ættin. Í raun og veru má segja að Fujiwara-ættinni hafi tekist að …

Pottersen – 41. þáttur: Átök í Hogwarts

August 28th, 2020

57:26

Emil og Bryndís ræða kafla 29-31 í Harry Potter og dauðadjásnunum. Það er allt að verða vitlaust. Miklir endurfundir verða í Hogwarts þegar Harry, Ron og Hermione laumast þangað til þess að finna helkross, en það kemst …

Saga Japans – 16. þáttur: Ber er hver að baki sem bróður á

August 27th, 2020

44:01

Í þessum þætti kynnumst við nánar borginni Heian sem Heian-tímabilið er kennt við, bræðrunum Heizei, Saga og Junna sem allir urðu keisarar á þessum fyrsta helmingi níundu aldar. Keisarar geta fáum treyst, allra síst …

Saga Japans – 15. þáttur: Maðurinn sem breytti sér í múmíu II

August 20th, 2020

49:57

Árið 806 sneri munkurinn Kukai aftur úr námi í Kína með þekkingu í farteskinu sem átti eftir að umbreyta búddisma í Japan. Á næstu áratugum átti hann eftir að kynnast pólitík við hirðina, umbreyta trúarlegu landslagi …

Pottersen – 40. þáttur: Kapphlaup við tímann

August 19th, 2020

1:03:57

Pottersen snýr aftur eftir sumarfrí!

Systkinin Emil og Bryndís setjast niður á ný og halda áfram þar sem frá var horfið í Harry Potter og dauðadjásnunum. Í köflum 24-28 er ekkert skafið af spennunni. Eftir dauða Dobbys …

Saga Japans – 14. þáttur: Maðurinn sem breytti sér í múmíu

August 13th, 2020

48:16

Árið 835 fastaði og hugleiddi munkur við klaustrið á Koya-fjalli þar til hann umbreyttist í múmíu og er þar enn þann dag í dag í sömu hugleiðslustöðu að bíða komu Maitreya (Búdda framtíðarinnar). Þessi munkur, maður sem …

Saga Japans – 13. þáttur: Naratímabilið 2 – Keisaraynjan ósigrandi

August 6th, 2020

28:18

Faðir hennar gerði ríkið gjaldþrota með trúarofsa sínum, en Abe prinsessa sem bæði var þekkt sem Koken eða Shotoku keisaraynja eftir því á hvaða hluta valdaskeiðs hennar hún stýrði Japan, skeytti lítið um þunglamaleg …

Saga Japans – 12. þáttur: Naratímabilið – Þó gras grói yfir bein mín

July 30th, 2020

36:39

Árið 710 færði Genmei höfuðborgina til Nara þar sem hún átti eftir að vera í nærri heila öld. Á þessum tíma varð Japan að miðstýrðu keisaradæmi sem þrátt fyrir þó nokkrar uppreisnartilraunir, hrikalegar farsóttir og …

Skiljum ekkert eftir – Framkvæmdir

July 17th, 2020

25:18

Ef þú ert að taka húsið í gegn, ef þú ert að byggja – hvernig er þá hægt að takmarka mengun og sóun?
Mann­kynið hefur aldrei gengið jafn hratt og mikið á auð­lindir jarð­ar. Um 100,6 millj­arðar tonna af ýmis­konar …

Saga Japans – 11. þáttur: Jinshin byltingin – Ættarmótið sem breyttist í borgarastríð

July 16th, 2020

22:43

Árið 673 tókust á tveir menn um völdin í Japan. Sonur Tenji keisara, Otomo prins og bróðir hins nýlátna Oama prins. Oama var giftur systur Otomos og þar með mágur hans, en Otomo var giftur dóttur þeirra og hann því ekki …

180° Reglan – Spjallað við Herdísi Stefánsdóttur

July 14th, 2020

36:01

Herdís Stefánsdóttir er kvikmyndatónskáld með annan fótinn í LA og hinn á Íslandi. Ferill hennar sem kvikmyndatónskáld er tiltölulega nýbyrjaður en …

Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!

July 10th, 2020

1:01:09

Nú byrjar allt að gerast. Í köflum 20-23 í Harry Potter og dauðadjásnunum lýkur útlegð þríeykisins með miklum hasar. Harry og félagar sleppa naumlega frá heimili Xenophiliusar Lovegood, Harry fær þráhyggju fyrir …

Skiljum ekkert eftir – Börnin

July 10th, 2020

30:53

Svo læra börnin sem fyrir þeim er haft. Börn leiða umhverfisbaráttu í heiminum og það eru börnin sem eru að fara að erfa jörð sem er hreinlega í hættu. Grænt uppeldi og græn börn.

Saga Japans – 10. þáttur: Fall Soga-ættarinnar

July 10th, 2020

33:20

Það er heitur sumardagur, þann 10. júlí árið 645 og ungur krónprins er búinn að plana valdarán. Hann hefur líka ýmsar aðrar áætlanir sem snúast um að gera Japan að alvöru stórveldi. En fyrst þarf hann að koma móður …

180° Reglan – Atli og Elías

July 8th, 2020

1:01:36

Atli Óskar Fjalarson og Elías Helgi Kofoed Hansen eru bestu vinir og starfa báðir í kvikmyndagerð. Þeir hófu ferilinn sem ungir leikarar í kvikmyndinni Órói en færðu sig svo yfir í aðra þætti kvikmyndagerðar, Atli sem …

Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini

July 8th, 2020

36:03

Ný stafræn ökuskírteini eru komin í loftið og Tæknivarpið fær Smart Solutions í viðtal til að ræða aðkomu sína að verkefninu. Gestir okkar eru Þórdís …

Samtal við samfélagið – Kerfislægur rasismi

July 6th, 2020

1:04:32

Myndband sem sýnir morð lögreglumannsins, Derek Chauvin, á George Floyd 25. maí síðastliðinn í Minneapolis-borg í Bandaríkjunum hefur leyst úr …

Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan

July 3rd, 2020

33:18

Fötin skapa manninn og maðurinn skapar fötin, kaupir þau og hendir þeim síðan. Tískusóun er að kaupa trekk í trekk föt og aðrar tískuvörur sem maður notar sjaldan eða aldrei. Fötin eru orðin einnota, alveg eins og …

Saga Japans – 9. þáttur: Hver gætir þeirra sem gæta vopnanna?

July 3rd, 2020

29:17

Árið er 538 og búddisminn er á leiðinni til Japans. Ekki í för með trúboðum, heldur opinberum sendimönnum frá örvæntingarfullu smáríki á …

Tæknivarpið – Framtíð 5G á Íslandi

July 2nd, 2020

58:46

Tæknivarpið fær til sín góða gesti til að ræða framtíð 5G á Íslandi: Þorleif Jónasson forstöðumann tæknideildar PFS og Benedikt Ragnarsson plötusnúð/tæknistjóra Nova.

Hvað er 5G? Af hverju 5G? Hversu hratt er 5G? Er 5G …

Pottersen – 38. þáttur: Áhættur og endurfundir

June 26th, 2020

57:31

Í þessum þætti ræða Emil og Bryndís kafla 16-19 í Harry Potter og dauðadjásnunum. Ron fór í fússi, Harry og Hermione eru í öngum sínum, tíminn líður í erfiðri útlegðinni, þau ákveða að tilflytjast loks til Godricsdals …

Skiljum ekkert eftir – Ferðalagið

June 26th, 2020

51:36

Ferðalagið. Sorplaus lífstíll utan heimilisins. Gríptu með þér fjölnota kaffibolla á kaffihúsið, fjölnota vatnsbrúsa í gönguferðina, drykkjarmál á …

Saga Japans – 8. þáttur: Sverðið, spegillinn og eðalsteinninn

June 25th, 2020

29:14

Í þessum þætti ræðir Snæbjörn krúnudjásn Japans, helgan fjársjóð með 2000 ára sögu. Þarna eru spegill sem var eitt sinn í eigu sólgyðju, sverð sem fannst ofan í kokinu á dreka og eðalsteinn sem hefur verið í eigu …

Tæknivarpið – WWDC2020 með Hödda og Pedro

June 24th, 2020

1:56:09

Við rennum yfir WWDC lykilræðuna ásamt Herði frá Macland og Pétri Jónssyni eiganda Apple.

Stjórnendur eru Atli Stefán og Gulli Sverris.

180° Reglan – Rabbað við Hálfdán Theodórsson aðstoðarleikstjóra

June 23rd, 2020

51:33

Hálfdán Theodórsson hefur unnið sem aðstoðarleikstjóri í næstum 20 ár og meðal kvikmynda sem hann hefur unnið að má nefna Vonarstræti, Hrútar, Hjartasteinn og Kona fer í stríð. Freyja Krist­ins­dótt­­ir ræðir við …

Samtal við samfélagið – Vilja Íslendingar frekar dætur en syni?

June 22nd, 2020

48:51

Í þessu síðasta hlaðvarpi fyrir sumarfrí ræðir Sigrún við Ara Klæng Jónsson en hann lauk nýlega doktorsprófi í félagsfræði, með áherslu á lýðfræði frá Háskólanum í Stokkhólmi. Í ritgerð sinni skoðar hann frjósemi og …

Tæknivarpið – Ökuskírteini í síma

June 19th, 2020

1:07:36

Dómsmálaráðherra er búinn að gefa út að ökuskírteini fari í snjallsíma fyrir lok júní og við kryfjum það ásamt öðrum tæknifréttum. Það er líka heill hellingur af orðrómum fyrir WWDC ráðstefnu Apple sem verður í næstu …

Skiljum ekkert eftir – Baðherbergið

June 19th, 2020

35:15

Baðherbergið er að jafnaði minnsta herbergi hússins en þaðan kemur næst mesta sorp heimilisins. Þetta litla musteri hreinleikans er oftar en ekki …

Saga Japans – 7. þáttur: Keisaraynjan sem aldrei var

June 16th, 2020

43:49

Jingu keisaraynja var fyrsta konan sem rataði á peningaseðil þegar seðlabanki Japans var stofnaður á nítjándu öld. En þessi járnaldardrottning hét ekki Jingu, var ekki keisaraynja og var hugsanlega aldrei til.

Eða hvað? …

Samtal við samfélagið – Heilsa og líðan starfsfólks sveitarfélaga á umbrotatímum

June 15th, 2020

51:01

Hjördís Sigursteinsdóttir, doktor í félagsfræði og dósent í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri (HA), hefur unnið mjög áhugaverðar og hagnýtar rannsóknir á heilsu og líðan starfsfólks sveitarfélaga (s.s. starfsfólk …

Pottersen – 37. þáttur: Útlegð, hungur og drungi

June 12th, 2020

1:01:20

Emil og Bryndís eru tæplega hálfnuð með 7. bókina um galdraunglinginn, Harry Potter og dauðadjásnin. Í köflum 12-15 hægist ögn á sögunni og það er ljóst að lokaátökin eru í uppsiglingu. Harry, Ron og Hermione laumast …

Skiljum ekkert eftir – Vinnustaðurinn

June 12th, 2020

33:32

Hér ert þú stærsta hluta dagsins. Hérna borðar þú, hérna hugsar þú og framkvæmir. Þú ert það sem þú gerir. Hafðu áhrif. Breyttu vinnustaðnum þínum í grænan, vænan reit og breyttu heiminum.

Umsjón­­­­­ar­­­­­menn eru …

Tæknivarpið – Sýn í verðstríði og nýir Apple örgjörvar

June 10th, 2020

1:08:04

Sýn er farið í verðstríð og býður nú (einnig Nova) Enska boltann á 1.000 kr. sem er niðurgreitt samkvæmt forstjóra Símans. Apple WWDC lekar eru …

Samtal við samfélagið – Kampavín og gleðskapur: Heimur hinna frægu og ríku

June 8th, 2020

59:16

Í hlaðvarpi dagsins ræðir Sigrún við Ashley Mears, dósent í félagsfræði við Boston háskólann í Bandaríkjunum. Sérsvið Ashley eru félagsfræði menningar, kyn og efnahagsfélagsfræði og hún hefur sérstaklega beint sjónum að …

Saga Japans – 6. þáttur: Kumltímabilið og upphaf keisaraættarinnar

June 7th, 2020

41:13

Á tímabilinu milli 250 til 500 voru reistir um það bil 160.000 grafhýsi fyrir ýmsa smákonunga í Japan. Stærstu grafhýsin risu þar sem í dag má finna borgina Osaka, og á nærliggjandi svæðum þar í kring.

Um þetta tímabil …

180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier

June 6th, 2020

28:40

Hvað eiga kvikmyndirnar Men in Black, Kona fer í stríð og Mamma Gógó sameiginlegt? Jú, Christof Wehmeier hefur komið að kynningu og markaðssetningu þeirra ásamt fjölda annarra kvikmynda. Christof hefur komið víða við, …

Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið

June 5th, 2020

25:15

Elhúsið er hjarta heimilsins – sameiginlegt rými. Maturinn leiðir okkur saman; við eldum í því, við borðum, drekkum, vinnum saman, spjöllum saman og vinnum í eldhúsinu. Maturinn er eldaður í eldhúsinu og við erum aldrei …

Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður

June 3rd, 2020

1:01:53

Síminn var sektaður um 500 milljónir fyrir brot á samkeppnissátt yfirvalda. Twitter merkir færslur forseta Bandaríkjanna ef hún inniheldur staðreyndarvillu, og auðvitað annarra. Elmar fékk Google Pixelbuds í hendurnar …

Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?

June 1st, 2020

46:01

Enn bætast við doktorar innan íslenska félagsfræðisamfélagsins en nýlega varði Margrét Valdimarsdóttir doktorsritgerð sína í afbrotafræði við City háskólann í New York. Í ritgerðinni skoðaði hún sérstaklega áhrif …

Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum

May 29th, 2020

1:02:33

Kaflar 8-11 í Harry Potter og dauðadjásnunum eru til umræðu. Spennan magnast enn á ný og uppi verður fótur og fit í brúðkaupinu í Hreysinu þegar …

Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð

May 29th, 2020

33:36

Moltugerð er vísindi og list; hringrás lífsins. Fylgstu með þegar gulrót verður aftur að gulrót. Af jörðu ertu kominn – að jörðu skaltu aftur verða. …

Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni

May 28th, 2020

1:15:12

Apple ætlar að umturna gleraugnamarkaðinum á næstunni og er fyrirtækið víst að þróa gleraugu með viðbættum veruleika (e. augmented reality). Það er …

Saga Japans – 5. þáttur: Þér er sárt um lambið, mér er sárt um siðinn

May 28th, 2020

1:11:23

Konfúsíus er að öllum líkindum áhrifamesti fræðimaður allra tíma, en í tvö þúsund ár var börnum elítunnar kennd heimspeki hans, með það að marki að gera þau að hæfum stjórnendum og góðum manneskjum. En í hverju felst …

Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví

May 26th, 2020

1:08:23

Móðir mín í kví kví: Eitt af því óhugnalegasta í íslenskum þjóðsögum eru sögur af barnadraugum, svokölluðum útburðum. En það sorglega er að það var oft sannleikskorn í sögnunum. Ýmislegt gerði það að verkum í gamla …

Samtal við samfélagið – Er traust lykilinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?

May 25th, 2020

57:02

Umhverfismál og loftlagsbreytingar hafa verið eitt af brýnustu málefnum heimsins undanfarin ár og þó að við lítum stundum á heimili þeirra innan raun- og náttúruvísinda, þá skiptir sjónarhorn félagsvísindanna ekki síður …

Skiljum ekkert eftir – Boðorðin fimm og ávinningurinn af sorplausu lífi

May 22nd, 2020

54:19

Sorplaust líf er hugmyndafræði sem miðar að því að forðast alla sorpmyndun og sóun eins og frekast er mögulegt. Þegar kemur að framleiðslufyrirtækjum …

Saga Japans – 4. þáttur: Búddha á silkiveginum, hérinn á hákarlinum

May 21st, 2020

1:08:23

Í þessum þætti er fjallað um stóra samhengið, hvernig búddhisminn barst um Austur-Asíu og óvæntar tengingar milli Kína og Rómarveldis. En hvað hefur það með Japan að gera í dag? Bon-hátíðina og söguna um hérann sem …

Kvikan – Viðvarandi atvinnuleysi getur skapað mikinn ójöfnuð

May 20th, 2020

27:09

Ísland er í alvarlegri efnahagskreppu. Fyrirliggjandi er mörg hundruð milljarða króna tap á rekstri ríkissjóðs í ár, tugir þúsunda eru án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir …

Tæknivarpið – Mun iPhone 12 seinka?

May 20th, 2020

1:12:17

Tæknivarpið fer yfir fréttir vikunnar og það er nóg að frétta. Það eru komnar háværarar raddir um að iPhone 12 muni seinka og meðal annars frá Jon Prosser. Síminn kynnir nýja skýjalausn fyrir einstaklinga undir nafninu …

Punktur Punktur – Nr. 9 Elín María Halldórsdóttir

May 20th, 2020

30:02

Í þessum þætti er komið að sjálfri mér. Af ýmsum ástæðum hafa nýir þættir tafist og ég taldi réttast að kynna mig almennilega. Hlustið á mig tala um það sem ég hef gert síðustu 10 árin, hvernig ég endaði þar sem ég er í …

Kvikan – Það er ekki hægt að meta störf fólks bara með stimpilklukkunni

May 19th, 2020

28:12

Ísland er í alvarlegri efnahagskreppu. Fyrirliggjandi er mörg hundruð milljarða króna tap á rekstri ríkissjóðs í ár, tugir þúsunda eru án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir …

Myrka Ísland – Ærsladraugar

May 19th, 2020

49:20

Hugtakið ærsladraugur, eða poltergeist, er frekar nýtt í íslensku og áður voru notuð orð eins og gangári, skarkári, fjandi, djöfull, djöfulgangur eða …

Kvikan – Erfiðu ákvarðanirnar eftir sem gætu reynt á þanþol ríkisstjórnarinnar

May 18th, 2020

24:08

Ísland er í alvarlegri efnahagskreppu. Fyrirliggjandi er mörg hundruð milljarða króna tap á rekstri ríkissjóðs í ár, tugir þúsunda eru án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir …

Tæknivarpið – Örflæði, rafhjól og rafskútur

May 18th, 2020

1:01:30

Ráðgjafinn og frumkvöðullinn Jökull Sólberg er gestur Tæknivarpsins í þessari viku. Meðal umræðuefna er framtíð örflæðis á höfuðborgarsvæðinu og …

Tæknivarpið – Nýtt frá Vivaldi með Jón Von Tetzchner

May 15th, 2020

28:48

Þetta skiptið er sérstakur viðtalsþáttur hjá Tæknivarpinu. Atli Stefán og Andri Valur taka viðtal við forstjóra Vivaldi: Jón Von Tetzchner. Vivaldi er íslenskur vafri sem hefur verið í þróun í nokkur ár og kom út ný …

Skiljum ekkert eftir – Flokkun og endurvinnsla er lífsstíll

May 15th, 2020

52:34

Hefur maður einhver áhrif? Getum við virkilega breytt heiminum? Já, við trúum því. Allt sem þú gerir skiptir máli. Þú getur haft áhrif. Ekki leggjast í kör og grenja. Brettu upp ermarnar og byrjaðu að flokka. Það …

Saga Japans – 3. þáttur: Nornadrottningin af Wa

May 14th, 2020

34:47

Hvenær byrjuðu Japanir að borða súshí? Af hverju er Japan kallað Japan? Og hver er þessi Himiko, nornadrottning sem kínversk sagnarit skrifa um og drottnar yfir eyjum í austri skammt frá löndum nakta fólksins, dverganna …

Myrka Ísland – Axlar-Björn

May 12th, 2020

53:00

Það er komið að okkar eina sanna raðmorðingja; Axlar-Birni! Hann var víst ekki slæmur í öxlunum, heldur bjó hann á bænum Öxl á Snæfellsnesi fyrir 400 …

Samtal við samfélagið – Lífið á tímum kórónuveirunnar

May 11th, 2020

51:30

Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor í menntunarfræði við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri (HA) og Andrea Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við félagsvísindadeild HA, vinna um þessar mundir að afar …

Pottersen – 35. þáttur: Afmæli og erfðaskrá

May 8th, 2020

1:10:34

Emil og Bryndís halda áfram umræðum um 7. bókina, Harry Potter og dauðadjásnin. Í 5.-7. kafla erum við stödd í Hreysinu, heimili Weasley-fjölskyldunnar, þar sem meðlimir Fönixreglunnar safnast saman eftir hrottalega …

Skiljum ekkert eftir – Sorplaus lífsstíll og hamfarahlýnun

May 8th, 2020

39:53

Í þessum nýju hlaðvarpsþáttum er fjallað um umhverfismál, endurvinnslu, sjálfbærni og sorplausan lífsstíl. Umsjónarmenn eru Freyr Eyjólfsson og Þóra Margrét Þorgeirsdóttir. Þóra Margrét hefur vakið athygli fyrir erindi …

Saga Japans – 2. þáttur: Jomon – Eyrnamergur og skeldýr

May 7th, 2020

28:17

Árið 1877 kom bandaríski líffræðingurinn Edward S. Morse til Japans í leit að armfætlum og öðrum skeldýrum en hann endaði á því að uppgötva leifar fornrar siðmenningar sem var löngu horfin.

En eru Japanir afkomendur …

180° Reglan – Spjallað við Ottó Geir Borg

May 6th, 2020

1:08:10

„Maður er að reyna að skrifa ekki næstu COVID-19 mynd, maður heldur sig frá því ... reynir frekar að einbeita sér að einhverju skemmtilegra sem kannski hressir fólk,“ sagði Ottó Geir Borg, aðspurður hvaða áhrif …

Tæknivarpið – Nova fær 5G leyfi

May 6th, 2020

1:09:59

Það er bara fullt að frétta í tækniheiminum, meira að segja hér á Íslandi. Nova er komið með 5G leyfi út árið 2021 og ætlar að fara að skrúfa frá …

Myrka Ísland – Spænska veikin 1918

May 5th, 2020

1:10:02

Það hlaut að koma að því að Myrka Ísland fjallaði um mál málanna; pestina sem heimsótti okkur fyrir rúmum 100 árum og bar það villandi nafn, spænska veikin. Hún gerði mikinn usla á mjög skömmum tíma og eymdin í …

Samtal við samfélagið – Mismunandi réttarstaða þolenda í kynferðisbrotum á Norðurlöndum

May 4th, 2020

54:14

Ísland eignaðist á dögunum nýjan doktor í félagsfræði en þann 24. apríl varði Hildur Fjóla Antonsdóttir doktorsritgerð sína „Decentring Criminal Law: …

Saga Japans – 1. þáttur: Ekki kveikja ljósið, ég er dauð

April 30th, 2020

26:34

Fáir staðir hafa jafn skemmtilega, heillandi og dramatíska sögu eins og Japan. Það er í það minnsta skoðun Snæbjörns Brynjarssonar, rithöfundar, sem lengi hefur verið heillaður af landinu, en hann lærði japönsku við …

Klikkið – Innsýn í daglegt líf námsmanna á tímum Covid-19

April 29th, 2020

42:57

Við búum á undarlegum tímum, okkar lífstíl hefur verið raskað og atvinnulífið er í mjög sérkennilegri stöðu. Fullorðnir hafa um margt að hugsa þessa …

Myrka Ísland – Fylgjur

April 28th, 2020

1:03:43

Það er létt yfir Sigrúnu og Önnu og efninu að þessu sinni þegar þær fara yfir nokkrar þekktar og minna þekktar fylgjur. Sumar þeirra eru jafnvel nokkuð skondnar. Hvernig voru hugmyndir fólks um fylgju nýfædds barns …

Pottersen – 34. þáttur: Hasar í háloftum

April 24th, 2020

56:37

Sjöunda bókin, Harry Potter og dauðadjásnin, liggur fyrir. Emil og Bryndís ræða fyrstu fjóra kaflana og strax er af nógu að taka. Við fylgjumst með …

Tæknivarpið – Apple Music til Íslands

April 23rd, 2020

1:24:56

Tæknivarpið fer yfir fréttir vikunnar, og auðvitað er mikið að frétta af Apple sem virðist ekkert ætla að hægja á sér í C19.

Apple Music er komið til …

Myrka Ísland – Pourquoi pas?

April 21st, 2020

1:22:04

Þann 15. september 1936 fórst hið fræga franska rannsóknarskip Pourqoui Pas? með manni og mús. Eða næstum því. Sagan hefur allt sem prýða þarf gott drama: Óveður, brim, mannfall, langa líkfylgd og máf. Þetta er frásögn …

Tæknivarpið – Nýr iPhone og fullskipað helluborð

April 17th, 2020

1:10:01

Það er fullt að frétta þessa vikuna í tækniheimum. Apple lætur ekki deigan síga þó geisi heimsfaraldur og kynnti nýjan síma í vikunni: iPhone SE. Það …

Klikkið – Heimilisofbeldi á tímum COVID-19

April 15th, 2020

37:00

Í nýjasta þætti Klikksins ræðir gestur okkar, Thelma Ásdísardóttir, auknar líkur á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 og mikilvægi þess að við sem samfélag bregðumst við þeim vanda.

Hún fer yfir áherslur og bendir á …

Myrka Ísland – Galdrafár II

April 14th, 2020

57:20

Við höldum áfram með galdrafárið á Íslandi á 17.öld og förum yfir þekktustu galdramálin; Kirkjubólsmálið og Selárdalsmálið. Hvað var það sem varð til þess að Vestfirði skáru sig svo úr í galdraofsóknum og hvað getum við …

Tæknivarpið – Hvað eru tæknirisar að gera í C19?

April 10th, 2020

1:20:00

Hver er Alma í Tæknivarpinu? Þökk sé Buzzfeed þá komumst við að því í þætti #230. Tæknivarpið fer yfir fréttir vikunnar, rakning C19 appið, skammar Zoom, skoðar nýja Playstation fjarstýringu (Dualsense) og fer yfir nýtt …

180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19

April 9th, 2020

48:23

Covid-19 hefur haft áhrif á alla heimsbyggðina, og síðastliðinn mánuð höfum við Íslendingar fundið fyrir því svo um munar. Kvikmyndageirinn hefur ekki farið varhluta af þeim áhrifum, og þá sérstaklega þeir sem eru …

Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson

April 7th, 2020

58:32

Héðinn Unnsteinsson kom til okkar nýverið og ræddi geðheilbrigðismál við Auði Axelsdóttur.

Héðinn er stefnumótunarsérfræðingur með meistargráðu í alþjóðlegri stefnumótun og stefnugreiningu frá Háskólanum í Bath á …

Myrka Ísland – Galdrafár I

April 7th, 2020

57:08

Hvað er betra en að ylja sér við dálítinn varðeld? Sennilega fátt nema ef varðeldurinn er gerður til að brenna manneskju fyrir galdra. Í landi þar sem erfitt er að vinna efni í lítinn bálköst, enduðu samt furðu margar …

Samtal við samfélagið – Reynsla Ítalíu í félagsfræðilegu samhengi

April 6th, 2020

47:20

Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Antonio Maturo en hann er dósent í félagsfræði við háskólann í Bologna á Ítalíu. Eins og allir vita hefur …

Pottersen – 33. þáttur: Harmdauði

April 3rd, 2020

1:03:35

Emil og Bryndís hafa lokið lestri og umræðum um 6. bók, Harry Potter og blendingsprinsinn, og eru að vonum í öngum sínum. Hvílíkur endir, hvílík bók. Andlát stórrar persónu, Blendingsprinsinn er afhjúpaður og Harry er …

180⁰ Reglan – Viðtal við Birtu Rán Björgvinsdóttur

April 3rd, 2020

49:34

180⁰ Reglan er spjallþáttur í umsjón Freyju Kristinsdóttur. Í þættinum ræðir Freyja við fólk sem starfar á ólíkum vettvangi í kvikmyndageiranum á Íslandi, fær innsýn í feril viðmælenda og þeirra sýn á bransann hér á …

Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi

April 2nd, 2020

1:05:33

Viaplay er búið að opna fyrir áskriftir á Íslandi og við spörkuðum í dekkin á öppunum þeirra. Viaplay er ný streymiveita frá Skandinavíu sem býður nú upp á tvær áskriftarleiðir hér á Íslandi með íslensku efni og …

Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni

April 1st, 2020

29:22

Klikkið snýr aftur eftir langt hlé og mun þátturinn fjalla um starfsemi Hugarafls í samkomubanni.

Hugarafl hefur þurft að loka dyrum sínum eins og mörg önnur úrræði en þrátt fyrir það liggur starfsemin ekki niðri. Auður …

Myrka Ísland – Draugr

March 31st, 2020

45:31

Í einni af Íslendingasögunum leynist frægasti miðaldadraugur sem sögur fara af, hann er jafnvel frægur út fyrir landssteinana. Hvern getur verið um að ræða? Jú, það hlýtur að vera hann Glámur sem er örlagavaldur í lífi …

Samtal við samfélagið – Samfélagsleg áhrif heimsfaraldurs

March 30th, 2020

50:08

Það er um fátt annað talað á Íslandi, eða rauninni í heiminum, heldur en Covid-19. Hin líffræðilega ógn er augljós, heilsu og lífi fólks er ógnað, en heimsfaraldrar eins og þessi hafa einnig djúpar samfélagslegar, …

Tæknivarpið – Tesla vinsælustu bílar landsins

March 27th, 2020

1:04:34

Tæknivarpið er búið að prófa mús á iPad Pro þökk sé iPadOS 13.4 uppfærslunni sem var að koma út í vikunni. Við tölum um appsmíði COVID19 teymisins og Axel GDPR kafar ofan í persónuverndarsjónarmiðin tengd því. Viaplay …

Myrka Ísland – Hvað ber að varast í samskiptum við álfa?

March 24th, 2020

47:42

Myrka Ísland er nýr hlaðvarpsþáttur þar sem fjallað verður um myrka atburði Íslandssögunnar. Af nægu er að taka því við eigum fjöldann allan af þjóðsögum um draugagang og kynjaskepnur. Eins mun verða fjallað um slys, …

Samtal við samfélagið – Höfum við náð kynjajafnrétti?

March 23rd, 2020

55:54

Þessa vikuna spjallar Sigrún við Þorgerði Einarsdóttur, félagsfræðing og prófessor í kynjafræði við Háskóla Ísland. Þorgerður er frumkvöðull í …

Jóga nidra með Auði Bjarnadóttur

March 21st, 2020

24:31

Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti Auði Bjarnadóttur, eiganda Jógasetursins, sem leiðir lesendur Kjarnans í gegnum Jóga nidra hugleiðslu til að ná djúpslökun.

Pottersen – 32. þáttur: Kossar, blóð og uppvakningar

March 20th, 2020

48:37

Emil og Bryndís eru komin langleiðina í lestri á Harry Potter og blendingsprinsinum og eru orðin vægast sagt spennt fyrir því að ræða lok bókarinnar. En það gerist í næsta þætti. Í þessum þætti eru kaflar 24-26 til …

Tæknivarpið – Nýr iPad Pro með mús 🖱

March 20th, 2020

1:07:57

Tæknivarpið er komið í fjarvinnu í þetta skiptið, ásamt Apple sem hætti við WWDC viðburðinn í ár. Fjarvinna kom ekki í veg fyrir þátt þessa vikuna, …

Kvikan – Lífið í skugga farsóttarinnar

March 19th, 2020

23:09

Samkomubann, faðmflótti, sóttkví og smithætta. Allt eru þetta orð sem dynja á okkur daginn út og inn. Orð sem við varla þekktum áður. Og við þessar aðstæður er eðlilegt að finna fyrir kvíða. En við þessar aðstæður er …

Tæknivarpið – Kafað ofan í fjarvinnu í flensutíð

March 16th, 2020

1:14:42

Tæknivarpið kafar ofan í fjarvinnu í flensutíð og gefur góð ráð til að halda aga. Samsung Galaxy S20 dómar eru komnir í hús en fyrstu tækin lenda á Íslandi í vikunni. Atli heldur áfram að fjalla um úrlausn Nova, og …

Samtal við samfélagið – Það er gaman í félagsfræðinni

March 16th, 2020

33:07

Félagsfræði Háskóla Íslands tekur á móti tugum nemenda á hverju hausti, sem flest ljúka B.A.-námi eftir þrjú ár og sum halda jafnvel áfram í framhaldsnám hjá okkur. Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við nemendur sem …

Samtal við samfélagið – Af hverju treysta Íslendingar ekki Alþingi?

March 9th, 2020

46:21

Í hlaðvarpi vikunnar fær Sigrún til sín Sjöfn Vilhelmsdóttur en hún varði nýlega doktorsritgerð sína í stjórnmálafræði. Ritgerðin ber heitið Pólitískt traust á Íslandi: Helstu áhrifaþættir og þróun frá 1983-2018.

Þar …

Pottersen – 31. þáttur: Gestaspjall við Ævar Þór Benediktsson

March 6th, 2020

56:30

Nú fáum við afar góðan hlaðvarpsgest. Rithöfundurinn, leikarinn og þáttastjórnandinn Ævar Þór Benediktsson heimsækir Pottersen-systkinin, svarar laufléttum Potter-spurningum og segir okkur meðal annars frá því hver …

Tæknivarpið – eSim komið til Íslands, og Atli líka

March 4th, 2020

1:13:21

eSim er loksins komið til Íslands og er Nova farið að bjóða upp á eSim stuðning fyrir Samsung snjallúr. Atli er líka kominn til Íslands frá Suðaustur Asíu. The Verge tæknilífstílsvefurinn keypti sína eigin Mac Pro tölvu …

Samtal við samfélagið – Samanburðarfélagsfræði er félagsfræði

March 2nd, 2020

39:31

„Samanburðarfélagsfræði er ekki ákveðin tegund félagsfræði; það er félagsfræðin sjálf,“ skrifaði félagsfræðingurinn Emile Durkheim árið 1895. Það má segja að hugmyndafræði alþjóðlegra kannanna endurspegli þessa sýn eins …

Kvikan – Segir að sé RÚV ekki of stórt

February 29th, 2020

32:15

Stefán Eiríksson, sem tekur við starfi útvarpsstjóra RÚV eftir helgi, segir að hann hafi ekki neinar áhyggjur af því að RÚV sé í betri rekstrarstöðu en samkeppnisaðilar þess. Í þætti vikunnar spjallar Þórður Snær …

Tæknivarpið – Hvað eru símamyndgæði?

February 28th, 2020

1:29:14

Galaxy S20 Ultra fær misjafna dóma, OZ kynnir VAR lausn og Apple óttast ESB. Þetta og margt fleira í Tæknivarpi vikunnar.

Umsjón: Gunnlaugur Reynir, …

Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa

February 21st, 2020

1:02:24

Í þessum þætti spjalla systkinin Emil og Bryndís um kafla 20-23 í Harry Potter og blendingsprinsinum. Nú er farið að síga á seinni hluta bókarinnar og spennan magnast. Harry er með Draco Malfoy á heilanum, Hagrid syrgir …

Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana

February 20th, 2020

1:10:51

Í Tæknivarpi vikunnar er farið yfir Samsung Unpacked viðburðinn sem fór fram í síðustu viku. Einnig er farið yfir áhrif COVID-2019 á tækniheiminn, skyldu Evrópusambandsins að 30% alls efni þurfi að vera frá Evrópu og …

Tæknivarpið AKA Kattavarpið

February 14th, 2020

54:13

Tæknivarpið fer allsvakalega út af sporinu í þætti vikunnar og fjallar um flest annað en nýju Samsung símana sem kynntir voru í vikunni. Kattaeigendur í þáttastjórnarteymi taka yfir þáttinn með skelfilegum afleiðingum.

Tæknivarpið – 10 ár af iPad

February 7th, 2020

1:31:51

Í Tæknivarpi vikunnar er farið yfir helstu tæknifréttir síðustu daga. 10 ár eru liðin síðan Steve Jobs kynnti fyrstu iPad tölvuna. Tæki sem átti að fylla upp í bilið á milli síma og fartölvu. Er iPad frábær græja eða …

Pottersen – 29. þáttur: Hvað er Draco eiginlega að bralla?

February 7th, 2020

55:40

Emil og Bryndís spjalla um kafla 16-19 í Harry Potter og blendingsprinsinum. Nýi galdramálaráðherrann reynir að sleikja Harry upp, Ron og Hermione …

Tæknivarpið – Allt um snjallheimilið

January 30th, 2020

1:22:28

Þessa vikuna er Tæknivarpið með sérstakan þátt um snjallheimili ásamt honum Marinó Fannari Pálssyni sem stofnaði Facebook hópinn „Snjallheimili“ (sjá hér https://www.facebook.com/groups/2195304140727880/) og Simon.is …

Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch

January 24th, 2020

56:32

Snjóhríð geisar, bæði hjá Harry Potter og fyrir utan gluggann hjá Emil og Bryndísi á meðan upptökum stendur. Í köflum 11-15 í Harry Potter og blendingsprinsinum flækjast og skýrast hlutir í senn. Galdrastrákurinn ‒ …

Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone

January 22nd, 2020

1:32:45

Tæknivarpið fer yfir fréttir vikunnar: Íslenska fyrirtækið Genki fór á CES í ár með Halo hringinn, Tim Apple fjárfestir í sturtuhaus, andslitsgreiningarfélagið Clearview verður enn skæðara og FBI vill fá bakdyr að öllum …

Kvikan – #Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans

January 21st, 2020

27:32

Í þætti vikunnar er fjallað um brot Seðlabankans á jafnréttislögum, peningaþvætti og spillingu, og þær stórfréttir sem nú heyrast frá Bretlandseyjum eða réttara sagt Megxit.

Í vikunni sem leið var birt niðurstaða …

Klikkið – Handan fíknar, jógísk leið til bata

January 18th, 2020

35:33

Sigrún Halla Unnarsdóttir og Estrid Þorvaldsdótir komu til okkar á dögunum og kynntu fyrir okkur námskeið sem er á döfinni. Námskeiðið heitir Handan fíknar, Jógísk leið til bata.
Námskeiðið hentar vel fyrir fólk í bata …

Hefnendurnir – CLXXXV - Haltá Ketti

January 15th, 2020

58:04

Ævorman langaði eiginlega bara að gera eitt í Berlín. Hann án djóks talaði eiginlega ekki um annað; Fara í bíó með Hulkleiki til að horfa á Cats. Og …

Tæknivarpið - Samsung Galaxy S20 lekar og CES hluti 2

January 15th, 2020

1:00:30

Tæknivarpið fjallar um tæknifréttir vikunnar: Samsung Galaxy S20 lekar, MacOS "Pro Mode" og stöðlun hleðslutækja innan Evrópusambandsins.

Stjórnendur …

Kvikan – Umdeild rammaáætlun, bið eftir tillögum um breytingar á kvótaþaki og eftirköst WOW

January 14th, 2020

26:53

Í þætti vikunnar er fjallað um þriðja áfanga rammaáætlunar, kræfa elda í Ástralíu, bið eftir kvótaþakstillögum ríkisstjórnarinnar og rannsóknir á WOW air.

Þingsályktunartillaga um áætlun um vernd og orkunýtingu …

Hefnendurnir – CLXXXIV - Star Wars, maður

January 10th, 2020

47:40

Skywalker sagan skráði sinn hinsta kafla samkvæmt Disney um jólin og Hefnendurnir okkar kíktu í bíó eins og öllum sönnum lærisveinum máttarins er ljúft og skylt. En hvað þýða ljúfsár endalokin um framhaldið? The force …

Pottersen – 27. þáttur: Bakgrunnur Voldemorts

January 10th, 2020

1:01:37

Í þessum þætti eru kaflar 6-10 í Blendingsprinsinum ræddir. Sökum ástandsins í galdrasamfélaginu er lífið í Skástræti orðið heldur dapurlegt. Þar og í Hogwarts-lestinni kemst Harry á snoðir um illar ráðagerðir Dracos, …

Hefnendurnir – CLXXXIII - Party like it's neunzehnhuntertneunundneunzig

January 8th, 2020

1:42:37

Hulkleikur og Ævorman eru búnir að vera seinir allt ár. Svo seinir að þeir koma með uppáhaldsmyndirnar sínar á síðasta ári tuttugu árum of seint í …

Tæknivarpið - CES2020 vörukynningarhátíðin

January 8th, 2020

1:14:09

Við rennum yfir það sem hefur verið kynnt á tækni-vörukynningar-hátíðinni CES í Las Vegas. Ótrúlegir hlutir hafa verið kynntir eins og NFC snjalllás sem er með alvöru lykil, sömu Samsung sjónvörpin og í fyrra og baðvigt …

Molar – Einstakt ávöxtunarár og spennan í olíulöndunum

January 7th, 2020

16:33

Í fyrsta þætti Mola á árinu 2020 er fjallað um árið 2019, og hvernig það var á verðbréfamörkuðum. Fjallað er um það, hvaða sjóður íslenskur sýndi …

Þjóðlegir þræðir – Jötubandið

January 6th, 2020

1:01:00

Í þessum síðasta þætti í annarri seríu sitjum við á jötubandinu og spjöllum um allt milli himins og jarðar. Lesinn er fjárhúslestur upp úr uppáhaldsbók landsmanna, Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili. Þjóðlegir þræðir óska …

Tæknivarpið - Þáttur ársins 2019

January 4th, 2020

2:24:52

Tæknivarpið lýkur árinu með stæl í þætti 217 og farið var yfir helstu atriði og græjur ársins. Stjórnendur þetta skiptið eru Andri Valur, Atli …

Punktur Punktur – Nr. 8 - Guðný Björk Pálmadóttir

December 30th, 2019

39:16

Stofnandi og eigandi Fabia Design, Guðný Björk Pálmadóttir, gaf sér tíma í notalegt spjall stuttu fyrir jól. Guðný er ákveðin kona með plön og drauma og hún sagði mér meðal annars frá áhugaverðu námi sem hún fór í í …

Molar: Maður ársins, bardaginn um Sedan og notaleg jól

December 23rd, 2019

16:15

Í Hátíðar Molum er farið yfir tíu Mola, sem voru merkilegir á árinu 2019, ásamt því að fjallað er um það sem er gaman og gott að gera yfir …

Tæknivarpið - Höskuldar-viðvörun: Star Wars Special

December 23rd, 2019

1:32:58

Þáttur 216 er sérstakur Star Wars þáttur og við fáum frábæra gesti í heimsókn til að ræða kvikmyndina The Rise of Skywalker. Gestirnir eru Gísli í Nexus og Þórarinn Þórarins. Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur …

Klikkið – Áramótaannáli

December 21st, 2019

54:15

Auður Axelsdóttir og Svava Arnardóttir settust niður og ræddu árið sem leið.

Klikkið óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þjóðlegir þræðir – Steinar

December 19th, 2019

48:28

Hvort er betra að höggva menn í herðar niður eða skjóta af boga með heimagerðum örvum? Við heimsækjum Akranes í þessum þætti og finnum þar handverksmanninn Guðmund Steinar sem leyfir okkur líka að kíkja í kistilinn þar …

Tæknivarpið - Mac pro, ljótir Tesla bílar og lausfrystar ýsur

December 18th, 2019

54:42

Í þætti 215 af Tæknivarpinu kíkir Elmar Torfason (Google Fanboy) í heimsókn og talar reynslu sína af Stadia frá Google, við hraunum bandarísku félögin Boeing og Tesla og leiðréttum svo misskilning okkar um lausfrystar …

Tæknivarpið - Ný Xbox afhjúpuð og vinnuöpp með Andrési Jóns

December 17th, 2019

1:30:37

Tæknivarpið (214) er ekki af verri endanum og fáum við Andrés Jóns til að renna yfir tæknifréttir vikunnar, og tökum spjall um tæki og tól til að …

Kvikan – Sameining DV og Fréttablaðsins, stórsigur Borisar og vendingar í Samherjamálinu

December 17th, 2019

43:12

Í þætti vikunnar er farið yfir stórsigur breska Íhaldsflokksins, sameiningu DV og Fréttablaðsins, vendingar í Samherjamálinu og þinglok.

Íhalds­flokk­urinn sigraði með afgerandi hætti í bresku þingkosningunum í síðustu …

Pottersen 26. þáttur: Harry hangir með Dumbledore

December 13th, 2019

57:11

Pottersen er komið úr stuttri pásu, Emil er fluttur heim til Íslands og Bryndís er búin að redda hljóðnema. Nú skeggræða systkinin Harry Potter-bækurnar í sama rými! Og nú er á dagskrá 6. bókin, Harry Potter og …

Vitundarvarpið – Handan fíknar

December 13th, 2019

1:21:14

Sigrún Halla og Estrid komu i Vitundarvarpið til að ræða námskeið sem haldið verður á næsta ári: Handan fíknar eða Beyond Addiction sem er byggt upp m.a. af Gabor Maté. Námskeiðið er byggt á ýmsum þáttum meðal annars …

Molar - 2020 verði ár tollastríðsins

December 11th, 2019

13:54

Molum er fjallað um spár fyrir árið 2020, og hvað geti verið stærstu málin á hinu pólitíska sviði á því ári. Þá er fjallað um stöðu mála í Evróp, …

Kvikan – Samþjöppun í sjávarútvegi, næsti útvarpsstjóri RÚV og hnignun fjórflokksins

December 10th, 2019

39:43

Í þætti dagsins er farið yfir hnignun fjórflokksins, samþjöppun í sjávarútvegi og vangaveltur um útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins.

Fylgi fjórflokksins svokallaðs hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Í síðustu þremur …

Þjóðlegir þræðir – Giljagaur

December 10th, 2019

49:26

Það er loksins komið að því að við stöndum við stóru orðin og heimsækjum hæfileikakonuna Josefinu Morell að Giljum í Hálsasveit í Borgarfirði. Hún vill læra allt sem viðkemur handverki og gengur bara vel að klára þann …

Klikkið - Óhefðbundnar upplifanir

December 7th, 2019

49:01

Í þessum þætti segja Fanney Björk Ingólfsdóttir og Svava Arnardóttir frá nýlegri ferð til Kanada, þar sem þær fóru á heimsþing Hearing Voices hreyfingarinnar. Fanney og Svava sitja í stjórn Hearing Voices Iceland og …

Tæknivarpið – Google Stadia mun floppa og allt um bestu tölvuleiki ársins

December 4th, 2019

1:18:44

Leikjavarpið yfirtekur Tæknivarpið og fjallar þáttur 213 einungis um tölvuleiki. Hverjir voru bestu leikir ársins? Á Google Stadia sér einhverja …

Kvikan – Staða Samherjamálsins, banki á breytingaskeiði og umdeilt fjölmiðlafrumvarp

December 3rd, 2019

42:50

Í þætti vikunnar er fjallað um banka á breytingaskeiði, stöðu Samherjamálsins hér á landi, sem og í Namibíu, og hið marg­fræga fjöl­miðla­frum­varp.

Arion banki stendur um þessar mundir í umfangsmikilli …

Molar – Spilling, sænskir milljarðamæringar og sólarorka

December 2nd, 2019

14:03

Í Molum vikunnar er horft í norður, suður, austur og vestur. Sænskir milljarðarmæringar - og vinsældir þeirra í heimalandinu - koma við sögu, ásamt …

Samtal við Samfélagið – Hvernig upplifum við ójöfnuð?

December 2nd, 2019

54:49

Í þessu síðasta hlaðvarpi fyrir jólafrí erum við enn í Þýskalandi en dvöl Sigrúnar þar lauk í Norður-Þýskalandi. Þar hitti hún Patrick Sachweh, prófessor í félagsfræði við Háskólann í Bremen. Hans helsta viðfangsefni í …

Tæknivarpið - 16 tommu MacBook Pro, endurkoma Razr símans og svartur föstudagur

November 29th, 2019

1:08:27

Í þætti vikunnar er rætt um nýja kynslóð af MacBook Pro tölvu frá Apple sem kom nýverið á markað, bestu netkaupin á svörtum föstudegi, endurkomu Razr …

Punktur Punktur – Nr. 7 - Myrra Rós Þrastardóttir

November 28th, 2019

52:51

Myrra Rós Þrastardóttir er gjörsamlega uppfull af sköpunarkrafti sem hún hefur virkjað og þannig skapað sér atvinnu sem vængjasmiður og tónlistarkona …

Vitundarvarpið – Hef metnað og umfram allt gaman af því sem ég er að gera

November 27th, 2019

1:26:24

Pálmar Ragnarsson þjálfari og einn fremsti fyrirlesari landsins í jákvæðum samskiptum segir frá því hvað hafi skilað honum á þann stað sem hann er í dag. Fyrst og fremst metnaður og ástríða fyrir því sem hann gerir. Þá …

Molar – Dauðir útibússtjórar, andavaraleysi og múslimaofsóknir

November 26th, 2019

14:06

Í Molum þessa vikuna er fjallað um afhjúpandi og vandaða umfjöllun Kjarnans um peningaþvætti, og hvernig hin umfangsmiklu peningaþvættismál á …

Þjóðlegir þræðir – Horn og bein

November 26th, 2019

53:40

Anna og Sigrún eru hreinar og beinar en um leið harðar í horn að taka þegar þær fara yfir notagildi horna og beina í handverki. Þau voru ekki aðeins notuð í nytjahluti heldur leikföng og skraut. Eru horn og bein …

Kvikan – Eftirköst Samherjamálsins, veruleiki Pólverja á Íslandi og vinsældir Miðflokksins

November 26th, 2019

38:30

Í þætti vikunnar fer ritstjórn Kjarnans yfir eftirmála Samherjamálsins, mótmæli og viðbrögð. Hún veltir jafnframt fyrir sér pólskum veruleika á …

Samtal við samfélagið – Áhrif fangelsisvistar á heilsu

November 25th, 2019

50:58

Gestur Sigrúnar þessa vikuna er Valerio Bacak en hann er lektor í afbrotafræði við Rutgers háskólann í Bandaríkjunum. Sigrún hitti á Valerio í Hamburg en hann dvelur þessa önnina við rannsóknir í Berlín. Rannsóknir hans …

Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu

November 20th, 2019

1:29:23

Í þessum þætti ræða Eva og Eva við Kamillu Ingibergsdóttir jógakennara og kakóshaman sem breytti lífinu sínu eftir að hún kynntist kakóinu frá Guatemala sem hjálpaði henni að tengjast hjartanu. Upp frá því tók hún til í …

Þjóðlegir þræðir – Útskurður

November 20th, 2019

55:08

Allir pabbar og afar kunna að skera út, er það ekki? Eða er það ekki þannig lengur? Þjóðlegir þræðir fundu allavega fjölhæfa konu sem sker út ævintýri, í menningarborginni Stykkishólmi, hvar annarsstaðar? Meira um …

Tæknivarpið - Bálkakeðjur, rafmyntir og rafeyrir

November 20th, 2019

1:07:57

Tæknivarpið fékk gest frá Rafmyntaráði Íslands, hann Kristján Inga Mikaelsson, til að fræða Atla og Gunnlaug um bálkakeðjur, rafmyntir og rafeyri. Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.

Kvikan – Samherjamálið: „Verið að segja að Namibía sé í stuttu pilsi“

November 19th, 2019

28:50

Í þætti vikunnar er aðeins eitt mál á dagskrá en það er stórmál sem tröllreið íslensku samfélagi í síðustu viku, Samherjamálið svokallað.

Síðasta þriðjudag opinberuðu Kveikur og Stundin hvernig Samherji hefði greitt …

Molar – Peningaþvætti, Japan og kvótaþak

November 18th, 2019

13:56

Í Molum er rætt um norrænt peningaþvætti, og hvernig einkennin á þeim umfangsmiklu málum sem komið hafa upp á Norðlöndum hafa verið. Þá er rætt um …

Samtal við samfélagið – Ójöfnuður í menntun

November 18th, 2019

53:34

Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Christi Smith en hún vinnur við Washington háskólann í St. Louis í Bandaríkjunum. Hún lauk doktorsprófi frá Indiana háskólanum í Bandaríkjunum árið 2012, hefur kennt við Oberlin …

Leikhúsið - Mamma Klikk

November 14th, 2019

43:32

Magnús og Kjartan fóru á Mamma Klikk í Gaflaraleikhúsinu og ræddu minningar um Gunna og Felix, að leggja upp á gangstétt og fordóma gagnvart fólki í hjólastól ásamt því að kynna nýjan dagskrálið til sögunnar: …

Tæknivarpið 209 - Disney+ byrjar að streyma

November 13th, 2019

1:26:56

Disney+ byrjar að streyma í Norður-Ameríku og Hollandi í dag og við erum með allar fregnir af því. Einnig við förum yfir tæknifréttir vikunnar. …

Þjóðlegir þræðir – Hárið

November 12th, 2019

45:40

Hvern hefur ekki dreymt um að eiga taum úr tagli af uppáhalds hestinum sínum eða skartgrip úr hárinu af ömmu gömlu? Í gegnum aldirnar hefur hár verið notað bæði í nytjahluti og skraut. Heyrum um allskyns hár, af alls …

Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda

November 12th, 2019

58:01

Í hlaðvarpi vikunnar sest Sigrún niður með Tim Bartley, prófessor í félagsfræði við Washington háskóla í St. Louis í Bandaríkjunum. Rannsóknir hans eru á sviði félagfræði efnahagslífsins, félagslegra hreyfinga, …

Kvikan – Valdablokkir í íslensku samfélagi, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?

November 12th, 2019

39:41

Í þætti vikunnar er fjallað um brottvísun þungaðrar albanskrar konu sem gengin var nærri 36 vikur ásamt fjöl­skyldu sinni, nýja íslenska lággjaldaflugfélagið Play sem kynnt var til sögunnar í síðustu viku, …

Klikkið – Geðlyf

November 9th, 2019

37:08

Í þessum þætti tökum við viðtal við Auði Axelsdóttir. Auður var nýverið á ráðstefnu um geðlyf og spjallar við okkur um geðlyf, niðurtröppun geðlyfja og ráðstefnuna sjálfa.

Pottersen 25. þáttur: Spádómur og mikill missir

November 8th, 2019

1:16:34

Í þessum þætti ræða Emil og Bryndís kafla 33-38 í Harry Potter og Fönixreglunni og ljúka þar með fimmtu bókinni. Gríðarmikil atburðarás á sér stað síðustu hundrað síðurnar. Meðal annars tekst Hermione og Harry að …

Molar – Góðmeti og samningur um lok tollastríðs

November 8th, 2019

13:49

Í Molum þessa vikuna er talað um lok tollastríðs Kína og Bandaríkjanna, Whole Foods og hinn umdeilda bankaskatt, sem sumir vilja meina að sé að soga …

Leikhúsið - Stórskáldið 4

November 7th, 2019

42:54

Kjartan og Magnús fóru á og ræddu Stórskáldið á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu.

Leikhúsið er vikulegur hlaðvarpsþáttur leiksýningar leikársins …

Vitundarvarpið – Að vera órofinn í eigin lífi – Samtal við ungan prest

November 6th, 2019

1:58:23

Eva og Eva fengu til sín ungan prest, Hjalta Þór Sverrisson - prest í Laugarneskirkju til að ræða guð, stöðu kirkjunnar í þjóðfélaginu og hvort prestar væru almennt sexy.

Tæknivarpið - Maðurinn bakvið Google Assistant

November 6th, 2019

1:00:27

Í þætti 208 tekur Tæknivarpið viðtal við Guðmund Hafsteinsson, íslenskan frumkvöðul sem er nýlega snúinn aftur heim eftir margra ára dvöl í …

Molar – Staðlar, skyr, súkkulaði og Fiskur?

November 5th, 2019

6:34

Molar – Staðlar, skyr, súkkulaði og Fiskur? by Kjarninn Miðlar ehf.

Kvikan – Ríkustu fjölskyldur landsins, tjáningarfrelsi listamanna og sjálfstæði kirkjunnar

November 5th, 2019

31:34

Í þætti vikunnar er fjallað um gríðarmiklar eignir ríkustu fjölskyldna landsins, Norðurlandaráðsþingið í Stokkhólmi og aðskilnað ríkis og kirkju. Birna Stefánsdóttir stjórnar þættinum að venju og með henni eru Þórður …

Samtal við samfélagið – Fólksflutningar: satt og logið

November 4th, 2019

50:47

Fólksflutningar eru eitt af stóru viðfangsefnum samtímans, og ráðamenn um hin vestræna heim eiga fullt í fangi með að móta opinbera stefnu um þetta …

Molar – Flug til Asíu, sjálfbærni og átök

November 3rd, 2019

17:49

Í Molum að þessu sinni er fjallað um stór og mikil hugtök. Sjálfbærni, átök og hagspár. Allt kemur þetta við sögu í Molum. Þá er einnig fjallað um …

Leikhúsið - Rocky!

October 31st, 2019

42:12

Í þætti vikunnar fóru Kjartan og Magnús á líklega umdeildustu sýningu leikársins, Rocky! í Tjarnarbíó. Þeir ræddu meðal annars um dauð dýr á sviði og …

Tæknivarpið - Airpods Pro, Google Fitbit og tæknifréttir

October 30th, 2019

1:14:25

Tæknivarpið 207 - Apple býður upp á enn betri Airpods (vonandi), Google ætlar að kaupa Fitbit og fullt af ferskum tæknifréttum. Stjórnendur þetta …

Þjóðlegir þræðir – Skinn og sútun

October 30th, 2019

58:55

Við höfum harðan skráp, eltum skinn og kíkjum á Snæfellsnesið enn einu sinni! Í þetta sinn á Hákarlasafnið í Bjarnarhöfn þar sem við fræðumst um hákarlaskráp. Anna virðist hafa farið á of mörg námskeið og segir okkur …

Vitundarvarpið – Frá kulnun yfir í mýkt rótarinnar

October 30th, 2019

2:00:39

Lára Rúnars segir frá tilurð nýrrar plötu og deilir sinni lífsreynslu þegar hún lenti á vegg og fann í kjölfarið nýja leið. Eva og Eva kynna vitundarvarpið til leiks með nýju sniði - en sama þema. Að leita undir …

Kvikan – Stjórnmálaelítan, kjörtímabilið hálfnað og kynjahalli í fjölmiðlum

October 29th, 2019

30:37

Í þætti dagsins er á dagskrá fæðingaréttur stjórnmálaelítunnar, staða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur tveimur árum eftir kosningar og ákvörðun Íslandsbanka um að kaupa síður auglýsingar hjá fjölmiðlum sem fylla …

Samtal við samfélagið – Skiptir heilbrigðiskerfið máli?

October 28th, 2019

47:33

Þessa vikuna settist Sigrún niður með Nadine Reibling en hún stýrir stóru rannsóknarverkefni um sjúkdómsvæðingu við Háskólann í Siegen í Þýsklandi. Nadine lauk doktorsprófi í félagsfræði frá Háskólanum í Mannheim árið …

Molar – Greiðslumiðlun, tollastríð og sjálfvirknivæðing

October 26th, 2019

16:17

Í Molum að þessu sinni er rætt um mismunandi áhrif tollastríðs Bandaríkjanna og Kína. Þá kemur aukin sjálfvirknivæðing í sjávarútvegi við sögu, og …

Tæknivarpið – Sjónvarpsrekstur á örmarkaði

October 25th, 2019

48:36

Magnús Ragnarsson frá Símanum kom í viðtal og ræddi um reynslu Símans af enska boltanum, framleiðslu á íslensku efni fyrir örmarkað og samkeppnina …

Pottersen – 24. þáttur: Allt að verða vitlaust

October 25th, 2019

1:05:53

Já, það er allt að verða vitlaust! Fyrir þennan þátt lásu Emil og Bryndís kafla 28-32 í Harry Potter og Fönixreglunni og eiga nú í fullu fangi með að …

Punktur Punktur – Nr. 6 Sæþór & Tobba í Farva

October 24th, 2019

1:07:09

Í sjötta þættinum segja Tobba og Sæþór í Farva okkur frá þeirra ævintýrum, allt frá skyndiákvörðun í Mílanó sem setti stefnuna fyrir starfsferil þeirra beggja, uppbyggingu fyrirtækis þeirra og lærdómum sem þau hafa …

Leikhúsið - Shakespeare verður ástfanginn

October 24th, 2019

41:26

Kjartan og Magnús halda áfram að fara á allar leiksýningar leikársins.

Í þetta skipti sáu þeir Shakespeare verður ástfangin á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu og ræddu tilfinningar sem þeir höfðu aldrei upplifað áður, að …

Kvikan – Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank

October 22nd, 2019

26:06

Í þætti dagsins er á dagskrá sívaxandi söfnuður kaþólsku kirkjunnar, álitshnekkir Íslands eftir að hafa lent á gráum lista FATF yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti og hvernig Deutsche Bank taldi að …

Samtal við samfélagið – Loftslagsverkföll og samfélagsleg ábyrgð

October 21st, 2019

54:56

Í haust hefur Sigrún verið í rannsóknarleyfi í Konstanz í Þýskalandi sem er kjörið tækifæri til að fræðast um þýska félagsfræði og samfélag. Að þessu sinni spjallar hún við Sebastian Koos, lektor í samfélagslegri ábyrgð …

Tæknivarpið - Allt um nýju Google tækin

October 18th, 2019

55:04

Gunnlaugur Reynir, Andri Valur og Elmar Torfason fara yfir Made By Google viðburðinn sem fram fór á Þriðjudaginn. Þar kynnti fyrirtækið ýmis Nest snjalltæki, nýja Pixelbook Og fartölvu og Pixel 4 símann.

Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.

October 18th, 2019

40:59

Í fimmta þættinum af Punktur Punktur förum við aðeins út fyrir heim teiknara og grafíkera og fáum að kynnast lífi og starfi ljósahönnuðar hjá RÚV. Guðmundur Atli Pétursson hefur tæplega tveggja áratuga reynslu af …

Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki

October 18th, 2019

18:24

Í Molum þessa vikuna er rætt um 20 ára afmæli Samtaka atvinnulífsins og upprifjun Þjóðarsáttarinnar. Guðmundur Jaki kemur við sögu. Þá er talað um …

Leikhúsið - Sex í sveit

October 17th, 2019

50:34

Kjartan og Magnús munu fara á allar sýningar leik­árs­ins 2019/2020 og spjalla um þær í viku­legum þátt­um.
Þeir koma úr ólíkum áttum en Kjartan fer lítið í leik­hús á meðan Magnús er sviðs­lista­nemi og starfar sem …

Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían

October 16th, 2019

1:05:18

Anna og Sigrún kafa ofan í flókinn heim íslenskra þjóðbúninga fyrr og síðar; klæða sig í óteljandi undirpils, næla á sig silfur formæðranna og setjum upp vafasöm höfuðföt. Loksins fá hlustendur að heyra frá Noregsarmi …

Kvikan – Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks

October 15th, 2019

37:26

Í vöruborði Kvikunnar í dag er afskaplegur auður ríkustu tíu prósenta landsmanna, mánaðarlaun Kaupþingsmanna í fyrra sem eru margföld árslaun hins íslenska meðalmanns, sókn Miðflokksins í könnunum, misvísandi tölur um …

Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum

October 14th, 2019

46:35

Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Azrini Wahidin en hún er prófessor í félagsfræði við háskólann í Warwick í Bretlandi. Rannsóknir hennar eru á sviði afbrotafræði og kynjafræði og hefur hún skoðað hvernig …

Klikkið - Dobré Místo

October 12th, 2019

24:09

Síðastliðinn september fóru Dumitrita Simion og Guðjón Ingason í námsferð til Prag og kynntu sér notendasamtökin Dobré Místo , eða Góður staður á íslensku.
Í þessum þætti ætla þau að tala um sína reynslu um ferðina og …

Pottersen – 23. þáttur: Í huga Voldemorts

October 11th, 2019

1:13:12

Systkinin Emil og Bryndís hittast á Skype og ræða kafla 24-27 í Harry Potter og Fönixreglunni. Enginn annar en hinn illkvittni Snape þarf að kenna …

Molar - Nýja Ísland, dánarbúið sem skekur heila borg og Oz

October 11th, 2019

17:22

Í Molum að þessu sinni er fjallað um Nýja Ísland - hvernig efnahagsreikningur þjóðarbússins hefur breyst og búið til krefjandi stöðu fyrir …

Leikhúsið - Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)

October 10th, 2019

41:20

Kjartan og Magnús munu fara á allar sýningar leikársins 2019/2020 og spjalla um þær í vikulegum þáttum. Þeir koma úr ólíkum áttum en Kjartan fer …

Þjóðlegir þræðir – Við leirum

October 8th, 2019

43:53

Ef þú vilt vita hvar leir er að finna í náttúrunni, spurðu þá börnin. Eða vegavinnufólkið, því það er búið að finna hann. Í heimsókn okkar til Sigríðar Erlu í Leir 7 í Stykkishólmi komumst við að því að það er til …

Kvikan – Erkitýpur kjósenda stjórnmálaflokka, tíminn og vatnið og klandur GAMMA

October 8th, 2019

36:04

Í vöruborði Kvikunnar í dag er ekkert minna en sjálfur tíminn og vatnið sem Andri Snær Magnason rithöfundur fjallar um í nýju bókinni sinni, ólíkar týpur meðal kjósenda stjórnmálaflokka, gífurleg vandræði GAMMA og …

Samtal við samfélagið – Áföll og að segja frá þeim

October 7th, 2019

43:47

Í hlaðvarpi vikunnar spjallaði Sigrún við Rannveigu Sigurvinsdóttur, lektor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Rannveig lauk doktorsprófi í samfélagssálfræði frá Háskólanum í Illinois árið 2016 og kom heim í …

Klikkið - Lyfjalaus geðdeild í Noregi

October 5th, 2019

47:25

Á dögunum hitti Auður Axelsdóttir Magnus P. Hald á fundinum The 24th International Network Meeting for the Treatment of Psychosis. Þau ræddu hans starf og þróun lyfjalausrar geðdeildar í Noregi.

Magnus er geðlæknir hjá …

Molar – Max-vandinn stigmagnast

October 4th, 2019

21:34

Í Molum þessa vikuna er rætt um fréttaflutning Seattle Times af Max-vandanum hjá Boeing, og hvernig staða málsins er nú - ekki síst fyrir Ísland og …

Tæknivarpið 204 - Nýr sími frá Microsoft og haugur af tölvum

October 4th, 2019

1:32:29

Microsoft hélt stóran Surface viðburð í New York og kynnti her af nýjum tölvum... og nýjan síma... með Android! Þáttur 204 er með Atla Stefáni, Bjarna Ben og Kristjáni Thors. Þeir fara ofan í saumana á Surface tækjum og …

Leikhúsið - Húh Best Í Heimi

October 3rd, 2019

44:36

Kjartan og Magnús fóru á frumsýningu HÚH! Best í heimi í Borgarleikhúsinu og ræddu hvort það væri óviðeigandi að setja á sig headphone í miðri sýningu, hvað devised sýningar eiga sameiginlegt og hvers vegna …

Þjóðlegir þræðir – Festival

October 1st, 2019

1:01:42

Oft hefur verið gaman á mörkuðum bæði nú sem fyrr. Bændur flykkjast að með vaðmálin, ullina, vörurnar eða til þess eins að sýna sig og sjá aðra. Anna …

Kvikan – Fjöldauppsagnir, eftirköst #metoo og umdeildar samgönguframkvæmdir

October 1st, 2019

35:01

Í þætti vikunnar er fjallað um fjöldauppsagnir sem áttu sér stað í bankakerfinu, aðalmeðferð í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Kristínu …

Samtal við samfélagið – Hvernig búa stjórnvöld til ójöfnuð?

September 30th, 2019

51:03

Síðastliðið sumar tók Sigrún þátt í ráðstefnu Council of European Studies í Madrid og náði að setjast niður með Juliu Lynch, dósent í stjórnmálafræði …

Klikkið - Að breyta menningu geðheilbrigðiskerfa

September 27th, 2019

42:24

Daniel Fisher geðlæknir kom í heimsókn til okkar í mánuðinum. Daniel ætti að vera hlustendum góðkunnur og er einn stærsti áhrifavaldur á stefnu og hugmyndafræði Hugarafls. Daniel er geð­læknir frá Harvard Med­ical …

Tæknivarpið - Netglæpir á Íslandi ásamt Syndis og Advania

September 27th, 2019

1:09:21

Í þætti 203 Tæknivarpsins fjalla Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir um netglæpi og tölvuþrjóta ásamt Theódóri R. Gíslasyni tæknistjóra Syndis og Kristjáni Hákonarsyni öryggisstjóra Advania.

Pottersen — 22. þáttur: Slöngur og kossaflens

September 27th, 2019

1:11:50

Hlaðvarpið Pottersen er eins árs! Systkinin Emil og Bryndís halda upp á það með því að hittast á Skype og tala áfram um Harry Potter! Í þessum þætti eru kaflar 19-23 í Fönixreglunni til umræðu. Margt og mikið gerist: …

Molar – Samdráttur, Pence og bassaleikarinn í bókabúðinni

September 27th, 2019

20:00

Í Molum að þessu sinni er rætt um 5 áhugaverða fréttamola úr vikunni, frá ýmsum hliðum. Mike Pence kemur við sögu, ásamt farsanum í kringum Hvíta …

Punktur Punktur – Nr. 4 Bergrún Íris Sævarsdóttir, teiknari

September 26th, 2019

54:00

Í fjórða þættinum segir Bergrún Íris, teiknari og rithöfundur okkur frá því hvernig hún fann starfsferil sinn. Við tölum um hvað samanburður er …

Leikhúsið - Independent Party People

September 26th, 2019

31:57

Kjartan og Magnús munu fara á allar sýningar á leikárinu 2019/2020 og spjalla um þær í vikulegum þáttum. Þeir koma úr ólíkum áttum en Kjartan fer …

Kvikan – Hvítur miðstéttarfemínismi, 9 milljarða glerhöll Landsbankans og loftslagsbyltingin

September 24th, 2019

37:36

Í þættinum í dag er fjallað um hvítan millistéttarfemínisma, kröfur milljóna manna um tafarlausar aðgerðir í loftslagsmálum, 9 milljarða glerhöll …

Samtal við samfélagið – Sviptingar á íslenskum fjömiðlamarkaði

September 23rd, 2019

53:04

Einkareknir fjölmiðlar hafa lengi kvartað undan auglýsingatekjum RÚV, og nú hefur mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, opnað fyrir …

Klikkið - Að iðka mannréttindi

September 21st, 2019

28:26

Gestur þáttarins í dag er Helga Baldvins Bjargardóttir, mannréttindafrumuður, sjálfstætt starfandi lögmaður og formaður starfshóps um þvingunarúrræði lögræðislaga. Helga er sérlegur áhugamaður um mannréttindi og fer …

Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade

September 20th, 2019

50:39

Tæknivarpið hefur verið uppfært og er komið með nýjan upptökubúnað! Allt um nýja tryllitækið. Svo ræðum við í Sambandið frá Vodafone, símann Pixel 4 frá Google, risastór kaup HBO á How I met your Mother og Seinfeld, …

Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur

September 20th, 2019

15:40

Í Molum vikunnar er fjallað um sterkt samband Austur-Evrópu við Ísland. Af rúmlega 47 þúsund innflytjendum er stór hluti frá Austur-Evrópu. Fjallað …

Kvikan – Farsi í lögreglunni, dofi í stjórnmálunum og meint glimrandi góð lífskjör Íslendinga

September 17th, 2019

25:02

Margt gerðist í liðinni viku. Þingstörf hófust að nýju, ræður voru haldnar þar sem deilt var um hvort þær væru raunverulegatengdar, óvænt sápuópera …

Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?

September 16th, 2019

48:10

Við erum spennt að byrja aftur að skoða samfélagið út frá félagsfræðinni eftir sumarfrí og fyrsta hlaðvarp vetrarins er ekki af verri endanum. Ólöf Júlíusdóttir er nýjasti doktor okkar Íslendinga í félagsfræði og hitti …

Tæknivarpið – Apple viðburður ásamt SenorDonPedro og Berlínar-Herði

September 13th, 2019

1:53:44

Apple hélt þétta og hraða kynningu á þriðjudaginn 10. september. Kynnt voru ný tæki og verð á þjónustu afhjúpuð. Tæknivarpið fær til sín eiganda Apple, Pétur Jónsson (@senordonpedro), og eiganda Macland, Hörð Ágústsson …

Molar, Þáttur 4

September 13th, 2019

11:38

Molar vikunnar tengjast launþegum, byssuglæpum, átaki gegn vímefnavá, fjárlögum og háskólastarfi. Já, og líka Vatnsmýrinni.

Pottersen 21. þáttur: Leyniæfingar og Sirius í arninum

September 13th, 2019

1:07:13

Í þessum þætti fjalla systkinin Emil og Bryndís um kafla 14-18 í Harry Potter og Fönixreglunni. Prófessor Umbridge fer gjörsamlega hamförum, Sirius Black rabbar við guðson sinn og gefur vafasöm ráð, Quidditch-æfingar …

Punktur Punktur – Þáttur nr. 3 - Studio Yellow - Hugrún og Birgitta

September 12th, 2019

48:18

Studio Yellow eru gestir þriðja þáttarins. Hressu vefhönnuðirnir Hugrún og Birgitta eru upprennandi nöfn í heimi vef-og skjáhönnunar. Við förum um víðan völl, tölum um hvernig þær fundu kjarkinn til að stofna fyrirtæki …

Kvikan – Eldri menn og puntdúkkur, lágvaxin huldakona og pólitíkin í fjárlögum

September 10th, 2019

34:51

Hlaðvarpsþátturinn Kvikan hefur göngu sína að nýju eftir nokkurt hlé en hann mun verða á dagskrá vikulega héðan í frá. Birna Stefánsdóttir, …

Klikkið - Unghugar

September 7th, 2019

31:44

Gestir þáttarins að þessu sinni eru Fanney Ingólfsdóttir og Árný Björnsdóttir. Viðfangsefnið er Unghugar, hópur innan Hugarafls fyrir ungt fólk. Hugmyndin að stofnun Unghuga var að mæta þörfum ungs fólks, sem hefur …

Tæknivarpið - Haustáðstefna Advania og nýir Sonos hátalarar

September 6th, 2019

1:22:22

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, kíkti í Tæknivarpið í tilefni haustráðstefnu Advania, sem verður haldin 13. september næstkomandi. Annað á málefnaskrá eru nýir Sonos hátalarar sem voru kynntir í vikunni, Echo Show …

Molar — Leiðréttingar á hagvexti, erfitt verkefni Áslaugar og Bahama skelfingin

September 6th, 2019

13:01

Molarnir 5 sem eru til umfjöllunar í þessari viku, eru tengdir hagvexti, nýjum dómsmálaráðherra og Bahama eyjum, svo eitthvað sé nefnt.

Hagstofa …

Hefnendurnir CLXXXII - Annie Lennox prófið

September 4th, 2019

1:24:12

Hulkleikur og ÆvorMan eiga fund í Grímsson Tower og velta vöngum yfir ímynduðum boltaleikjum í ódæmigerðu lögregluríki, velja topp 2 kvikmyndir sem …

Tæknivarpið — Nýir iPhone símar kynntir 10. September og Apple opnar á sölu varahluta

August 31st, 2019

1:03:02

Atli Stefán, Kristján Thors og Gunnlaugur Reynir renna yfir tæknifréttir vikuna, ásamt Daníel Ingólfssyni frá Nútímatækni. Apple er búið að senda út boðskort fyrir iPhone viðburðinn, eða “Special Event” þann 10. …

Punktur Punktur — Þáttur Nr. 2 — Viðtal við Inga Vífil Guðmundsson

August 30th, 2019

37:08

Í þessum þætti ræðir Elín við Inga Vífil Guðmundsson, stofnanda Reykjavík Lettering, sem gaf út skriftarbók á dögunum. Þau ræða meðal annars um mikilvægi þess að finna íslensk orð á nýjungar, að maður graffar ekki yfir …

Molar - Vígbúnaðarkapphlaup, snilld frá Ohio og Max-kirkjugarðurinn

August 30th, 2019

14:21

Í Molum að þessu sinni er fjallað um fjölbreytt og ólík mál. Þar á meðal áhyggjur ýmissa af stöðu banka í Danmörku, þar sem neikvæðir vextir eru …

Pottersen 20. þáttur: Sadískur kennari

August 29th, 2019

1:02:27

Stóra stundin er runnin upp, Harry og félagar eru á leið í Hogwarts, en það er ekki þar með sagt að skólavistin verði dans á rósum. Í köflum 10-13 í Fönixreglunni gengur töluvert á. Nemendur pískra um Harry og af sumum …

Hefnendurnir CLXXXI - Manhattan ójafnvægið

August 27th, 2019

1:15:31

Hulli hinn hvíti og Ævar hinn grái hafa ekki fært á sér bossana síðan í síðasta þætti því þeir hafa bara og mikið að segja. Þar á meðal sitthvað um …

Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?

August 23rd, 2019

13:29

Hlaðvarpsþátturinn Molar hefur nú bæst í hóp hlaðvarpsþátta í hlaðvarpi Kjarnans. Magnús Halldórsson er umsjónarmaður þáttarins, en þær bætast við …

Tæknivarpið – Samsung Note 10, Samkeppni í streymiveitum eykst og Nova gefur út Android TV app

August 23rd, 2019

1:15:00

Tæknivarpið er loksins komið aftur úr sumarfríi og það er af nægu að taka. Í þessari viku förum við meðal annars yfir verðin á nýju Disney+ streymiveitunni og verðin á Apple TV+ og Arcade sem láku. Samsung drepur …

Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína

August 21st, 2019

1:22:57

Eftir allt of langan dvala skríða tveir stírublindir Hefnendabangsar úr hýði sínu og ræða húmorsleysi Svía og sáðlát Aquamans og að sjálfsögðu rýna þeir eldfast í endalok mikilvægasta nördafyrirbæris síðari ára: Big …

Klikkið - Andlegt hjartahnoð (eCPR)

August 17th, 2019

56:42

Í þessum þætti ræðum við um eCPR, eða andlegt hjartahnoð.
Til að fræða okkur um málefnið fær Páll Ármann til sín Málfríði Hrund Einarsdóttur og Auði Axelsdóttur.

Punktur Punktur – Þáttur Nr.1 Þórhildur Laufey Sigurðardóttir - Tóta

August 15th, 2019

1:06:01

Hverjir eru það sem vinna á bakvið tjöldin, þeir sem sitja í bláu ljósi skjáanna langt fram á nótt til að ná frestinum fyrir hrikalega mikilvæga verkefni ómissandi kúnnans? Eða þeir sem ákváðu að fara …

Pottersen 19. þáttur: Hinn ákærði, Harry Potter

August 14th, 2019

1:14:41

Emil og Bryndís ræða kafla 6-9 í Harry Potter og Fönixreglunni. Á heimili hinnar alræmdu Black-fjölskyldu heldur Fönixreglan sig, húsálfurinn sturlaði, Kreacher, eys svívirðingum yfir alla, Sirius fræðir Harry um ætt …

Klikkið - Alternatives ráðstefnan

August 12th, 2019

39:23

Klikkið snýr aftur úr sumarfríi með viðtali við Svövu Arnardóttur.* Svava fór nýlega til Washington D.C og fór þar á "Alternatives" ráðstefnunni. Alternatives er ein elsta ráðstefna sinnar tegundar þar sem fagfólk og …

Tæknivarpið – Viðtal við Halla hjá Ueno

August 3rd, 2019

48:04

Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir í Tæknivarpinu tóku viðtal við Harald Inga Þorleifsson stofnanda og forstjóra fyrirtækisins Ueno. Ueno er fimm ára gamalt fyrirtæki í vefbransanum með skrifstofur í Reykjavík, San …

Pottersen 18. þáttur: Fönixreglan rís upp úr öskustónni

July 31st, 2019

1:03:15

Systkinin Emil og Bryndís koma úr sumarfríi, hittast á Skype og kafa ofan í heim Harry Potter-bókanna á nýjan leik. Sagan stækkar og þéttist með hverri bók og nú er það sú fimmta, Harry Potter og Fönixreglan, sem er til …

Klikkið - Að vera aðstandandi veiks foreldris

July 20th, 2019

28:45

Gestur þáttarins að þessu sinni er Sigríður Gísladóttir. Sigríður er aðstandandi, en móðir hennar hefur átt við geðrænar áskoranir að stríða og Sigríður þekkir ekkert annað.
Viðtalið fjallar að mestu um hvernig það er …

Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla

July 19th, 2019

1:09:35

Í Tæknivarpi vikunnar er sagt frá því að YouTube Premium er komið til Íslands og fjallað um enska boltann og þær tæknilausnir sem bjóðast til að …

Klikkið - Aðstandendur

July 13th, 2019

37:14

Auður hjá Hugarafli hitti tvær ungar stúlkur, Emmu Lind sem verður 16 ára í lok ársins og Eva Rut er 17 ára. Þær eiga báðar mæður sem hafa unnið í sínu bataferli hjá Hugarafli undanfarin ár og hafa því fylgst vel með í …

Tæknivarpið – Jony Ive hættir hjá Apple

July 12th, 2019

1:11:38

Yfirmaður hönnunar hjá Apple hefur kynnt starfslok sín og mun hætta á næstunni. Tæknivarpið ásamt Búa Bjarmar Aðalssteinssyni vöruhönnuði renna yfir feril Jony Ive hjá Apple. Jony er þekktastur fyrir að hafa hannað …

Tæknivarpið – Tæknivarpsteymið fer í vettvangsrannsókn

July 5th, 2019

43:14

Nú er komið að því! Hve gott er íslenskt farnet? Hvar er gott Alnet á Þjóðvegi númer 1? Hvaða hraða má búast við þar? Hvaða fjarskiptafélag stendur …

Klikkið - Imposter Syndrome

June 29th, 2019

38:13

"Imposter syndrome"
Trúir þú á eigin verðleika eða trúir þú að það sem þú hefur áorkað sé EKKI af eigin verðleikum heldur sé það vegna ytri aðstæðna eða af einskærri heppni?
Hvaða áhrif hefur það á líf þitt, vinnugleði og …

Tæknivarpið – Rafhjól, borgarskipulag og umhverfismál með Jökli Sólberg

June 28th, 2019

1:13:47

Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir fá ráðgjafan Jökul Sólberg í viðtal til að ræða framtíð samgangna.

Lestrarklefinn - Sumarlestur og barnabækur

June 28th, 2019

41:32

Í þessum þætti af Lestrarklefanum ræðir Anna Margrét við Ragnheiði Gestsdóttur og Katrín Lilja ræðir við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, sem báðar eru barnabókahöfundar og teiknarar. Við forvitnumst um hvað sé á …

Tæknivarpið – Gúrkutíð í tæknigeiranum, eða hvað?

June 21st, 2019

59:43

Sumarið er ekki beint til stórtíðinda í tæknigeiranum, en við náðum að kreista blóð úr steini í þessum þætti Tæknivarpsins. Samsung leggur til að …

Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur

June 15th, 2019

21:53

Gestur þáttarins að þessu sinni er Sandra Sif Jónsdóttir. Sandra hefur verið að vinna að meistaraverkefni í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Verkefnið heitir: Að ná því að vera ,,sáttur í eigin skinni” …

Tæknivarpið – Allt um tölvuleikjahátíðina E3

June 14th, 2019

1:04:46

Atli Stefán, Bjarni Ben og Bibbi í Skálmöld renna yfir það helsta frá tölvuleikjahátíðinni E3 sem var í vikunni. Margt spennandi var kynnt: ný Xbox …

Koma svo! - Stundum er jákvætt að vera latur!

June 12th, 2019

1:21:14

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Samtal við samfélagið – Norræna þversögnin: Heilsuójöfnuður í jöfnustu löndum heims

June 10th, 2019

1:01:27

Heilbrigðismál eru Íslendingum hugleikin, og er það málefni sem toppar yfirleitt listann yfir hvað okkur þykir mikilvægast. Þó svo að við teljum að alltaf megi gera betur erum við þrátt fyrir allt nokkuð ánægð með …

Tæknivarpið – Allt um WWDC

June 7th, 2019

2:14:56

Apple hélt sína árlegu WWDC ráðstefnu á mánudaginn. Að vanda koma Hörður Ágústsson og Pétur Jónsson í heimsókn og fræða hlustandur um allt það markverðasta af ráðstefnunni.

Umsjón: Gunnlaugur Reynir og Bjarna Ben.

Pottersen 17. þáttur: Voldemort snýr aftur!

June 5th, 2019

1:13:48

Nú er komið að lokahluta fjórðu bókarinnar um galdrastrákinn Harry Potter. Sjaldan hefur sagan verið jafn magnþrungin og átakanleg. Meistarar Þrígaldraleikanna glíma við þriðju
þrautina, Harry og Cedric standa einir …

Samtal við samfélagið – Þungunarrof eða fóstureyðing?

June 3rd, 2019

57:17

Þrátt fyrir að meirihluti landsmanna hafi verið hlynntur frumvarpi Heilbrigðisráðherra um þungunarrof, var greinilegt að það var nokkuð hitamál innan þingsala. Til að varpa ljósi á um hvað frumvarpið snérist og þau …

Koma svo! - Ræktaðu garð...nei, geðið þitt!

June 1st, 2019

1:20:43

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Klikkið - Viðtal við Helga Jean Claessen

June 1st, 2019

31:08

Í þessum þætti ræðir Svava Arnardóttir við Helga Jean Claessen.
Helgi hefur staðið að "Bara það besta" ráðstefnunni árlega - nú síðast í Hörpu þar sem um 400 manns komu. Hann er að vinna að heimildarmynd sem fjallar um …

Lestrarklefinn - Ást Að Vori

May 29th, 2019

29:11

Maí fór í djúpa þanka um ástina hjá Lestrarklefanum. Ástin er alls staðar! Og því ætti enginn að gleyma. Í bókmenntaheiminum er hún þó kannski helst í bókum miðuðum að konum. Þess vegna er rætt við Eyrúnu Lóu …

Koma svo! - Samskipti, áhættuhegðun, styrkleikar

May 27th, 2019

1:24:25

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað

May 27th, 2019

57:03

Huawei hefur fengið á sig alvarlegar viðskiptaþvinganir og má nú ekki lengur hafa aðgang að Android stýrikerfinu og ARM örgjörvaleyfum. Tæknivarpið útskýrir hvað þetta þýðir og hvað sé í gangi. Apple kynnti hljóðlaust …

Samtal við samfélagið – Karlmennska í Grikklandi

May 27th, 2019

42:58

Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Árdísi Kristínu Ingvarsdóttir en hún varði doktorsritgerð sína í félagsfræði þann 23. maí 2019. Ritgerðin …

Klikkið - Batasögur: Þórey Guðmundsdóttir

May 25th, 2019

43:02

Í þessum þætti hefst ný þáttaröð um batasögur einstaklinga. Markmið okkar með þessari þáttaröð er að miðla von og þeim bjargráðum leiðum sem fólk fór til þess að ná bata af andlegum áskorunum. Gestur þáttarins er Þórey …

Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað

May 24th, 2019

1:10:07

Pottersen-systkinin Emil og Bryndís hafa um margt að ræða eftir að hafa lesið kafla 25-30 í
Harry Potter og Eldbikarnum. Loksins fer Harry í bað með …

Koma svo! - Ha! Ester? Nei, Tinna!

May 20th, 2019

1:15:12

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Samtal við samfélagið – Samgöngur og byggðastefna

May 20th, 2019

39:41

Hvernig skipuleggur þjóð samgöngur þegar fé er takmarkað? Mannfjöldinn er mestur á höfuðborgarsvæðinu en kílómetrarnir eru flestir utan þess. Hvaða …

Klikkið - Viðtal við Ágúst Kristján

May 18th, 2019

33:26

Gestur Páls í þetta skiptið er Ágúst Kristján Steinarsson, stjórnunarráðgjafa, rithöfund og tónlistarmann. Ágúst hefur náð fullum bata af geðrænum …

Tæknivarpið – Vinsælasta spjall forrit heims óöruggt og upplýsingar um one note 7

May 17th, 2019

1:19:23

Framtíðin er núna, Apple opnar fyrir helling af eiginleikum. Loksins er veskið óþarfi! Spjall þjónusta Facebook whatsapp óöruggt, hvað er þá til ráða? Iphone 11 lekar og nýji OnePlus síminn tekinn fyrir. Ekkert …

Samtal við Samfélagið – Argentína og Íslendingar í Háskóla Íslands

May 13th, 2019

29:58

Í dag fáum við góðan gest frá Argentínu í samtal við okkur. Prófessor Enrique del Acebo Ibanez segir
frá þróttmiklu samstarfi milli háskóla í Argentínu og Háskóla Íslands sem staðið hefur yfir frá
aldamótum. Enrique er …

Koma svo! - Svefn? Er það eitthvað ofan á brauð?

May 11th, 2019

1:28:17

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Klikkið - Viðtal við Ragnheiði Sverrisdóttur

May 11th, 2019

31:36

Í þessum þætti tekur Páll Ármann á móti Ragnheiði Sverrisdóttur, betur þekkt sem Jonna. Jonna er félagsfræðingur og Hugaraflskona og ræðir meðal annars meistaraverkefni sitt: “Þegar eitthvað svona brotnar inni í manni” …

Tæknivarpið – Apple Pay loksins komið til Íslands, ódýrari Pixel símar og nákvæmni heilsuúra

May 10th, 2019

1:21:04

Apple Pay er loksins komið til Íslands hjá tveimur af þremur stórbönkum og 70% þjóðar getur loksins geymt veskið heima. Google hélt á dögunum I/O ráðstefnu sína og Elmar okkar “resident Google correspondent fer ítarlega …

Pottersen 15. þáttur: Drekar og dans

May 9th, 2019

1:01:37

Þrígaldraleikarnir milli galdraskólanna eru í algleymingi. Harry Potter og hinir meistararnir kljást við stórhættulega dreka en þeim mun erfiðara er …

Samtal við samfélagið - Ykkur er hollast að hlýða okkur

May 6th, 2019

50:47

Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Akureyri. Hilmar gaf nýlega út bókina The Economic Crisis and its Aftermath in the Nordic and …

Koma svo – Bergið Headspace

May 4th, 2019

1:32:47

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Klikkið - Geðfræðslan

May 4th, 2019

39:12

Í þessu þætti er farið yfir Geðfræðslu Hugarafls. Geðfræðslan er leið Hugarafls til þess að koma með aðra nálgun að fræðslu unglinga um geðheilbrigði, með áherslu á að draga úr fordómum. Páll Ármann fær til sín Málfríði …

Samtal við samfélagið: Fólk og hlutir á ferð og flugi

April 29th, 2019

43:44

Gestur Kjartans í þætti vikunnar er Mimi Sheller, prófessor í félagsfræði við Drexel háskólann í Fíladelfíu, en hún er forsprakki kenningarlegrar stefnu sem nefnist „hreyfanleiki“. Eins og nafnið gefur til kynna skoðar …

Lestrarklefinn – Glæpasagna Apríl

April 29th, 2019

33:11

Er íslenskur glæpasagnamarkaður ofmettaður af skandinavískum glæpasögum? Hvað finnst starfandi rannsóknarlögreglu vanta í glæpasögur?
Hvað leynist í næstu bók Evu Bjargar Ægisdóttur?

Glæpasögur seljast eins og heitar …

Koma svo - Börn í viðgerð?

April 27th, 2019

1:19:43

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Klikkið - Að Heyra Raddir

April 27th, 2019

43:34

Nýverið voru stofnuð landssamtökin Hearing Voices Iceland sem eru fyrir alla sem heyra raddir, sjá sýnir eða aðrar óhefðbundnar upplifanir sem og áhugafólk um málefni þessa hóps.
Formaður félagsins Fanney Björk …

Tæknivarpið – Huawei P30 Pro prófanir og Samsung klúðrar Galaxy fold

April 26th, 2019

57:43

Tæknivarpið fékk Huawei P30 Pro í prófanir (frá Símanum), sem er með klikkaða 10x aðdráttarlinsu á myndavélinni og fara Axel og Gulli yfir sín fyrstu …

Pottersen 14. þáttur: Bölvanir, eldbikar, drekar

April 25th, 2019

1:07:26

Harry á ekki sjö dagana sæla í köflum 9-14 í Harry Potter og Eldbikarnum. Skröggur Illaauga krefst þess að prófa banvæna bölvun á honum, einhver setur nafn Harrys í Eldbikarinn, sem þýðir að hann verði hreinlega að taka …

Koma svo! - Salt og ... paprika!

April 20th, 2019

1:22:47

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Tæknivarpið – Fold floppar, PS5 svipt hulunni, Disney+ fyrir alla ábyrga foreldra

April 19th, 2019

1:20:08

Gulli, Atli, Axel og Kristján renna yfir tækniréttir vikunnar heima hjá Atla, þar sem parketið fær að finna fyrir því. Stórt vandamál hjá Samsung með …

Allir þessir heimar – Galdrahöfundur tveggja tungumála

April 18th, 2019

31:39

Hvað gerist þegar ísbirna skrifar sjálfsævisögu sína? Orðin verða göldrótt. Eins og bókin Etýður í snjó. Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir og …

Koma svo! - Við höfum allt að vinna og engu að tapa!

April 13th, 2019

1:18:13

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Klikkið - Batasaga Hrannars Jónssonar

April 13th, 2019

38:09

Hrannar Jónsson spjallar við Svövu Arnardóttur um sína batasögu.
Hrannar er fyrrum formaður Geðhjálpar og hefur starfað með Hugarafli. Í gegnum árin hefur Hrannar beitt sér fyrir bættu geðheilbrigðiskerfi, auknum …

Tæknivarpið – 4.500 kr. fyrir boltann og húsgagnaframleiðandi býr til lampahátalara

April 12th, 2019

1:11:09

Gulli, Atli, Axel og Kristján renna yfir tæknifréttir vikunnar. Það er komið verð á Enska Boltann hjá Símanum sem er talsvert lægra en hjá Sýn, …

Pottersen 13. þáttur: Dráparar og Illaauga

April 10th, 2019

59:56

Í þessum þætti ræða Emil og Bryndís um kafla 8-13 í Harry Potter og Eldbikarnum. Dráparar, undirlægjur Þú-veist-hvers, gera mikinn óskunda eftir úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppni í Quidditch og sýna þannig …

Samtal við samfélagið – Snilld eða klúður?

April 8th, 2019

33:38

Klaustursmálið er fréttin sem neitar að deyja, ekki síst vegna þess að forsprakkar þess eru sjálfir duglegir við að blása reglulega lífi í glæðurnar. …

Koma svo! - Það er eitthvað að, finnum lausnir!

April 6th, 2019

1:34:57

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Tæknivarpið – Sorgarvika fyrir Apple aðdáendur, Skjár1 rís aftur og RÚV appið fær Chromecast

April 5th, 2019

50:05

Apple er loksins búið að taka Airpower af lífsaðstoð, Homepod lækkar í verði, Skjár1 rís aftur og RÚV appið fær frábæra viðbót og margt annað gott á …

Allir þessir heimar – Barn svikið um mennskuna

April 1st, 2019

30:15

Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir og blaðamaðurinn Bára Huld Beck fjalla um tyrkneska rithöfundinn Hakan Günday og bókina Meira í nýjum hlaðvarpsþætti …

Samtal við samfélagið – Fjölskyldur á Íslandi

April 1st, 2019

42:43

Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Guðnýju Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Guðný lauk doktorsprófi í félagsfræði frá Háskólanum í Gautaborg árið 2005 og hefur verið mjög öflug í …

Koma svo! - Er lífið bútasaumur?

March 30th, 2019

1:33:31

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Klikkið - Batasaga Eysteins Sölva

March 30th, 2019

27:39

Í þessum þætti ræðir Svava Arnardóttir við Eystein Sölva Guðmundsson Hugaraflsmann. Eysteinn segir frá sinni reynslu af andlegum áskorunum, leiðina að bata og fer yfir hvað hann hefur verið að gera síðan.

Tæknivarpið – Apple kynnir fullt af nýjum þjónustum

March 29th, 2019

1:42:24

Apple kynnti fullt af nýjum þjónustum í þessari viku sem við fórum yfir. Apple News+ fréttaveita, Apple kreditkort, Apple Arcade leikjaþjónusta og …

Lestrarklefinn - Geðveikur Mars

March 29th, 2019

40:21

Í mars hefur lestrarklefinn.is einbeitt sér að bókum sem á einhvern hátt fjalla um geðveiki. Geðveikin getur birst hvar sem er, hvort sem það er í valdafíkn, þunglyndi, kvíða eða sjálfshjálparbókum.

Í hlaðvarpsþætti …

Pottersen – 12. þáttur: Allir á völlinn!

March 27th, 2019

1:03:51

Nú byrjar sagan að sprengja verulega utan af sér. Höfundurinn Rowling gefur sér góðan tíma í að kynna fyrir okkur persónurnar og söguheiminn, en í …

Koma svo - Hellings fyrrverandi, en ekki í golfi

March 25th, 2019

1:21:42

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Samtal við samfélagið – Tveir kólerufaraldrar í Gínea-Bissá

March 25th, 2019

1:01:50

Gestur Kjartans í þætti vikunnar eru hjónin Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði, og Geir Gunnlaugsson, læknir og prófessor í hnattrænni heilsu, en þau hafa unnið um áratugaskeið að rannsóknum í Gínea-Bissá. Þau …

Klikkið - Viðtal við Sölva Tryggvason

March 23rd, 2019

29:10

Nýverið gaf Sölvi Tryggvason út bókina "Á eigin skinni" og fjallar hún um leið hans til heilsu eftir andlegt og líkamlegt hrun. Eftir að hafa prófað nánast allt sem heilbrigðiskerfið hefur upp á að bjóða ákvað Sölvi að …

Tæknivarpið – Fullt af nýju frá Apple og framtíð leikjaspilunar með Google Stadia

March 22nd, 2019

1:14:07

Apple var með látlausa kynningu á nýjan iPad Mini, iPod Air, Airpod og iMcac. Google kynnti framtíð leikjaspilunar í Google Stadia, þar sem hægt verður að streyma leikjum í 4K upplausn í vafra. Android Q dev preview var …

Samtal við samfélagið – Húsnæðismál í miðri kjarabaráttu

March 18th, 2019

44:27

Í umræðum um kjör fólks í yfirstandandi kjarabaráttu bera húsnæðismál oft á góma. Í því samhengi hefur m.a. verið minnst á erfiða stöðu fólks á leigumarkaði, kjarabætur sem tapast í hærri húsaleigu og óboðlegar aðstæður …

Koma svo - Virtu mörkin

March 18th, 2019

1:08:51

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Klikkið - Orðanotkun í samfélaginu

March 16th, 2019

35:18

Í síðasta þætti fjölluðum við um það orðalag sem við notum sjálf þegar við erum í bata. Þessi þáttur snýr að því orðalagi sem fagfólk og samfélagið notar um fólk sem er að kljást við andlegar áskoranir.
Umsjónarfólk …

Tæknivarpið – Spotify kvartar undan Apple, Samsung S10 fær frábæra dóma og framtíð leikjaspilunar

March 15th, 2019

1:10:35

Spotify keyrði í vikunni PR herferð þar sem þeir kvarta undan slæmri meðferð frá Apple. S10 dómarnir eru komnir á helstu tæknisíðurnar og hann er að …

Pottersen – 11. þáttur: Slaygðu heimsækir Pottersen

March 15th, 2019

1:07:49

Táp og fjör! Nú fer gestaþáttur ‒ eða „cross-over“-þáttur ‒ í loftið. Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli, sem halda úti Buffy the Vampire Slayer-hlaðvarpinu Slaygðu, hitta Emil og Bryndísi og svara eldhressum …

Samtal við samfélagið – Seigla og sveigjanleiki

March 11th, 2019

58:01

Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Stellu Blöndal, dósent í náms-og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Stella hefur sinnt rannsóknum, kennslu og stefnumótun í menntamálum um áratuga skeið og leiðir nú þátttöku …

Koma svo - Að velja og hafna, réttur allra

March 9th, 2019

1:27:55

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Tæknivarpið – Forstjóri Vodafone á útleið, nýtt og hraðara USB4 og bakpokinn hans Atla

March 8th, 2019

1:06:50

Tæknivarpsþáttur #179 er fullur af fréttum og slúðri um breska boltann. Atli þar að auki nýkominn af Intel Extreme Masters tölvuleikjamótinu með …

Klikkið - Orðanotkun í bata

March 8th, 2019

35:36

Í þessum þætti ræða Svava, Þórður og Fanney orðanotkun í bata. Þessi þáttur snýr að því hvaða orð og orðalag við notum fyrir okkur sjálf í bata. Næsti þáttur mun fjalla um orðanotkun sem fagfólk og samfélagið notar.

Samtal við samfélagið – Íslenska jafnaðarmódelið?

March 4th, 2019

43:24

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að skapa varanlega sátt milli hins svokallaða atvinnulífs annars vegar og launþega hins vegar, endar alltaf með …

Koma svo - Allir eru flottir

March 2nd, 2019

1:30:44

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Klikkið - Saga Hugarafls

March 2nd, 2019

41:22

Hugarafl hefur verið í deiglunni á undanförnum árum og er órjúfanlegur þáttur í íslensku geðheilbrigðislandslagi. Þrátt fyrir þetta hefur Hugarafl þurft að heyja harða baráttur til þess að tryggja þjónustu og …

Tæknivarpið – Nýir símar á MWC og samfélagsmeinið Facebook

March 1st, 2019

1:21:33

Nýir símar á MWC og krabba­meinið Face­book ­Meðal þess sem fjallað er um í Tækni­varpi vik­unnar er fjöldi nýrra síma sem kynntir voru á og í kringum Mobile World Con­gress sem fram fór í Barcelona í síð­ustu viku. Þar …

Pottersen – 10. þáttur: Síriuslengja og taugatrekkjandi tímaflakk

February 27th, 2019

1:16:09

Nú er komið að lokaátökunum í þriðju bókinni um Harry Potter. Afar óvæntar hrókeringar eiga sér stað í Draugakofanum þar sem Peter nokkur Pettigrew afhjúpast, en hann hefur sofið í rúmi Rons svo árum skiptir. Sirius …

Samtal við samfélagið – Lygar, bölvaðar lygar og tölfræði

February 25th, 2019

49:40

Lygar, bölvaðar lygar og tölfræði er staðlað svar fólks þegar tölfræðin sýnir eitthvað sem þeim er á móti skapi. Tölfræðin getur sagt okkur margt um samfélagið sem við búum í, og hefur gríðarlegan sannfæringarkraft …

Koma svo! - Horfum á fílinn frá öllum hliðum

February 24th, 2019

1:42:33

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson

February 23rd, 2019

41:03

Gestur þáttarins að þessu sinni er Sigurjón Unnar Sveinsson, lögfræðingur hjá ÖBÍ. Sigurjón ræðir við Kristinn Heiðar Fjölnisson Hugaraflsmann, um réttindi fatlaðs fólks. Farið verður í saumana á samningi Sameinuðu …

Lestrarklefinn – Allt um bækur

February 22nd, 2019

42:40

Í öðrum þætti Lestrarklefans er fjallað um smásögurnar, en í stysta mánuði ársins höfum við í Lestrarklefanum einbeitt okkur að knöppum texta smásagnanna.

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir les pistil um smásögur. Katrín Lilja …

Tæknivarpið – Nova prófar 5G og ný Samsung Galaxy S-lína kynnt

February 22nd, 2019

1:30:44

Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir fara yfir fréttir vikunnar, sem eru mjög bitastæðar þetta skiptið., Nova hefur fengið tilraunaleyfi fyrir 5G fyrst íslenskra fjarskiptafélaga og Tæknivarpið fékk allt beint …

Samtal við samfélagið – Er ójöfnuður í menntakerfinu?

February 18th, 2019

1:03:26

Í hlaðvarpi vikunnar fór Sigrún í heimsókn til Berglindar Rós Magnúsdóttur, en hún er dósent við deild menntunar og margbreytileika á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Berglind hefur vakið athygli fyrir rannsóknir …

Koma svo – Oxy hvað?

February 16th, 2019

1:19:42

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Klikkið – Afleiðingar Ofbeldis - Viðtal við Thelmu Ásdísardóttur

February 16th, 2019

31:44

Í þessum þætti ræðir Páll Ármann við Thelmu Ásdísardóttur. Thelma er ráðgjafi hjá Drekaslóð, samtökum sem aðstoða þolendur hvers konar ofbeldis. Í …

Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero

February 14th, 2019

1:03:10

Það er fullt að frétta og Atli Stefán, Axel Paul og Gulli renna yfir vikuna saman. Activision Blizzard rekur 800 manns þratt fyrir gott uppgjör. …

Pottersen – 9. þáttur: Æsispennandi úrslitakeppni og afhöfðaður hippógriffíni

February 13th, 2019

59:45

Það sem galdrastrákurinn þarf ekki að takast á við. Í þessum þætti fjalla Emil og Bryndís um 12.-16. kafla í Harry Potter og fanganum frá Azkaban. Prófessor Lupin kennir Harry einstaklega flókinn galdur gegn vitsugunum, …

Koma svo! - Látum draumana rætast - hefjumst handa

February 9th, 2019

1:15:27

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Valdeflingarpunktur 15 - Að efla jákvæða sjálfsmynd og vinna bug á fordómum

February 9th, 2019

42:15

Eftir því sem valdefling einstaklingsins eykst fer hann að finna fyrir auknu sjálfsöryggi og aukinni trú á eigin getu. Þetta leiðir til þess að hann verður færari um að stjórna eigin lífi, sem hefur aftur í för með sér …

Tæknivarpið – Spotify með 96 milljónir greiðandi áskrifendur og Galaxy Airpods heyrnatól leka

February 8th, 2019

1:14:06

Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir, Kristján Thors ásamt YouTube tæknivloggaranum honum Daníel Ingólfssyni (Nútímatækni) fara yfir tæknifréttir vikunnar. Spotify var með gott uppgjör, Samsung Galaxy Buds leka, Moto G7 …

Samtal við samfélagið – Óvinur númer eitt

February 4th, 2019

51:53

Í hlaðvarpi vikunnar fær Sigrún til sín Rósu Magnúsdóttur, dósent í sagnfræði við Árósaháskólann í Danmörku. Þær Sigrún kynntust upphaflega árið 1999 …

Koma svo - Ef ég dett á rassinn

February 2nd, 2019

1:36:24

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Klikkið – Punktur 14 - Að einstaklingurinn stuðli sjálfur að viðvarandi þroska og breytingum.

February 2nd, 2019

26:30

Klikkið snýr aftur eftir langt frí og við höldum að þessu sinni áfram með þáttaröð okkar um valdeflingarpunktana 15. Í þessum þætti förum við yfir valdeflingarpunkt 14 - "Að einstaklingurinn stuðli sjálfur að viðvarandi …

Tæknivarpið - Njósnað með Facetime, Apple fer á hausinn og OZ skiptir um gír

February 1st, 2019

1:09:39

Atli Stefán, Axel Paul, Gunnlaugur Reynir og Kristján Thors fara yfir öryggisgalla í Apple Facetime, eignarhald á stafrænum vörur í kjölfar lokunar á …

Lestrarklefinn – Jólabækurnar 2018

January 31st, 2019

31:58

Fyrsti þáttur í hlaðvarpi Lestrarklefans fjallar um jólabækurnar 2018. Ógrynni af gæðabókum var í flóðinu; skáldsögur, fræðibækur og ekki síst barnabækur. Áhöfn Lestrarklefans ræðir við tvo rithöfunda og er með almennar …

Pottersen – 8. þáttur: Boggi og brotinn kústur

January 30th, 2019

1:07:25

Útlitið er svart og raunir Harrys eru margar. Meðal annars tapar hann Quidditch-leik, slasast og kústurinn hans mölbrotnar, það slettist upp á milli hans og Hermione og ófrýnilegu vitsugurnar herja á með þeim …

Samtal við samfélagið - Dægurtónlist við ysta haf

January 28th, 2019

47:16

Gestur Kjartans að þessu sinni er Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt og nýbakaður doktor í félagsfræði. Arnar Eggert varði doktorsritgerð sína í desember við háskólann í Edinborg, en hún ber heitið Music-making in a …

Koma svo - Að kúka í pizzakassa

January 26th, 2019

1:25:39

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Tæknivarpið – Arion banki fer illa með Sýn, Apple „að reka“ starfsfólk og Galaxy S-lekar

January 25th, 2019

1:26:27

Andri Valur, Atli Stefán, Axel Paul og Gunnlaugur Reynir fóru yfir greiningu Arion banka á Sýn eiganda Vodafone og Stöð 2, tilfærslur Apple á …

Samtal við samfélagið – Ísland í skjóli stórríkja og alþjóðlegra stofnanna

January 21st, 2019

45:22

Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands en hann er einn helsti sérfræðingur okkar í rannsóknum á smáríkjum og stöðu Íslands í hinu alþjóðlega …

Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?

January 19th, 2019

1:05:57

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Tæknivarpið – Rafíþróttir á Íslandi og stórleikir í Höllinni

January 18th, 2019

1:00:50

Gestur okkar í þættinum er Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður hinna nýstofnuðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Hann spjallaði við okkur um framtíð Rafíþrótta á Íslandi, hvernig umræðan þarf að breytast úr því að fjalla bara …

Pottersen – 7. þáttur: Uppblásin frænka og sturlaður strokufangi

January 16th, 2019

1:06:09

Pottersen er hafið á nýjan leik. Systkinin Emil og Bryndís kafa æ dýpra í söguheim Rowlings og nú liggur þriðja bókin um galdrastrákinn fyrir, Harry Potter og fanginn frá Azkaban. Harry er orðinn þrettán ára, hann hefur …

Samtal við samfélagið – Fordómar og geðræn vandamál

January 14th, 2019

1:07:52

Í fyrsta hlaðvarpi ársins 2019 ræðir Sigrún við Bernice A. Pescosolido, prófessor í félagsfræði við Indiana háskólann í Bandaríkjunum. Bernice er …

Koma svo – Sálfræði árangurs

January 11th, 2019

1:02:17

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Tæknivarpið – Er Apple að fara á hausinn? Hvað er að gerast á CES í ár?

January 11th, 2019

1:05:50

Apple leiðrétti afkomuspá sína í fyrsta sinn síðan 2002, og lækkaði tekjuspá sína þónokkuð. Markaðurinn hefur brugðist illa við og hlutbréf Apple …

Tæknivarpið – Ársuppgjör Tæknivarpsins

January 8th, 2019

2:14:35

Tæknivarpið gerir upp árið í rúmlega tveggja tíma bombu. Allt það markverðasta frá árinu 2018 ásamt fullt af óþarfa.
Umsjón: Gunnlaugur Reynir, Atli …

Hefnendurnir CLXXIX - Emil í Tjattholti

December 31st, 2018

2:56:27

Hefnendurnir fá Emil Hjörvar Petersen, veraldarsmið og örlagavefjara, í heimsókn og hefna hann spjörunum úr. Lengsti Hefnendaþáttur ever höldum við bara. Gleðilegt nýtt ár, Jarðarbúar!
Hefnendurnir eru í boði Nexus. …

Klikkið - Staða Hugarafls

December 22nd, 2018

1:04:00

Hugarafl og GET voru töluvert í fréttum undanfarið ár. GET var lagt niður og stóð til að minnka umsvif Hugarafls með skertri fjárveitingu. Nýverið var gerður nýr samningur við Félagsmálaráðuneyti og Vinnumálastofnun sem …

Koma svo – Ef þú labbar á vegg

December 21st, 2018

1:18:46

Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem …

Loading ...

Are you the creator of this podcast?

Verify your account

and pick the featured episodes for your show.

Listen to Hlaðvarp Kjarnans

RadioPublic

A free podcast app for iPhone and Android

 • User-created playlists and collections
 • Download episodes while on WiFi to listen without using mobile data
 • Stream podcast episodes without waiting for a download
 • Queue episodes to create a personal continuous playlist
RadioPublic on iOS and Android
Or by RSS
RSS feed
https://feeds.soundcloud.com/users/soundcloud:users:143035255/sounds.rss

Connect with listeners

Podcasters use the RadioPublic listener relationship platform to build lasting connections with fans

Yes, let's begin connecting
Browser window

Find new listeners

 • A dedicated website for your podcast
 • Web embed players designed to convert visitors to listeners in the RadioPublic apps for iPhone and Android
Clicking mouse cursor

Understand your audience

 • Capture listener activity with affinity scores
 • Measure your promotional campaigns and integrate with Google and Facebook analytics
Graph of increasing value

Engage your fanbase

 • Deliver timely Calls To Action, including email acquistion for your mailing list
 • Share exactly the right moment in an episode via text, email, and social media
Icon of cellphone with money

Make money

 • Tip and transfer funds directly to podcastsers
 • Earn money for qualified plays in the RadioPublic apps with Paid Listens